Þann 5. maí 1993 hætti Volvo að framleiða sinn vinsælasta bíl, Volvo 240 seríuna. Næstum því 2,9 milljónir Volvo 240 bíla voru framleiddur á þeim 19 árum sem framleiðslan stóð. Í fyrstu var bílinn gagnrýndur fyrir sitt boxaða útlit, en náði líka á þessum tíma að sanna sig sem öruggur bíll og vann m.a. European Touring Car Championship og var í lokin orðinn alger klassík.
Volvo 240 serían var kynnt í ágúst árið 1974 sem rökrétt framhald af 140 seríunni en var þó með fleiri tækninýjungar. Bílinn var sérstaklega hannaður með öryggi í huga og hafði VESC öryggisstaðalinn se hafið verið kynntur tveimur árum áður. Þetta þýddi að bílinn hafði gríðarstóra stuðara sem var einkennandi fyrir 240 línuna.
Eins og 140 serían þá var Volvo 240 serían einnig kynnt á markaðinum með lúxus útgáfu með sex sílandera vél, eða Volvo 260 og einnig sem Volvo station. Volvo 245 útgáfan sló í gegn sem þægilegur fjölskyldu bíll sem skemmtilegt var að keyra og var einnig mjög öruggur bíll.
Þessi framleiðsla hætti árið 1993, en af tæplega 2,9 milljónum bíla voru aðeins framleiddir rúmlega 170.000 Volvo 260 bílar.
Það eru enn margir volvo 240 bílar í heiminum sem eru í ökuhæfu ástandi, en þeim fer þó fækkandi á Íslandi.