Hvolsvallarrúntur 29.maí 2016

Það var fámennur en glaðbeittur hópur sem lagði af stað úr Reykjavík um hádegisbilið. Í hópnum var nýinnfluttur Volvo XC70, Volvo 850, Volvo 940se og svo aldurshöfðinginn 240 Volvo. Á Selfossi bættist svo annar Volvo 850 í hópinn og stefnan sett á Hvolsvöll. Eins og venjulega beið Þór á tröppunum og tók vel á móti hópnum. Tvö stykki Volvo 142 Lesa meira →

Fjölskylduferð á Hvolsvöll

Sunnudaginn 29.maí næstkomandi verður farinn hinn árlegi Hvolsvallarrúntur. Þetta er tilvalinn sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni. Fjölmennum í þessa frábæru ferð Volvoklúbbsins. Lagt er af stað frá Shellstöðinni við Vesturlandsveg klukkan 11:00 og frá N1 á Selfossi klukkan 12:00. Þetta verður þriðja ferðin sem farin er á Hvolsvöll og vonum við að sem flestir sjái sér að mæta í þessa ferð (ekki Lesa meira →

Myndir úr Borgarnesrúntinum

Það voru átta volvo bílar sem mættu nýverið upp á bílastæðið við Bauhaus í Reykjavík. Volvoklúbburinn hafði skipulagt þessa árlegu ferð í Borgarnes á Stórsýningu Rafta. Góð stemning var í hópnum á veðrið alveg einstakt, og var mikið spjallað og spáð áður en lagt var af stað.  Bílarnir sem mættur voru fjórir 240, 740, 850 og 145, sem var elstur Lesa meira →

Mánudagsmyndin 9. maí

Mánudagsmyndin heldur áfram, en þessi nýi XC90 hefur verið hluti að verkefni frá Volvo sem byrjaði árið 2013 sem felst í því að þróa sjálfstýringu fyrir Volvo bíla. Verkefnið hefst svo opinberlega í prófanahópum með almenningi í byrjun árs 2017.  

Hóprúntur í Borgarnes í dag

Í dag, laugardaginn 7. maí stendur Volvoklúbburinn fyrir hópferð í Borgarnes, en þar verður Fornbílafjelag Borgarfjarðar með stórsýningu ásamt bifhjólaklúbbnum Raftar. Lagt verður af stað kl. 12:30 frá bílastæði Bauhaus við Vesturlandsveg. Þeir sem hafa farið í þessa ferð áður eru beðnir um að vera með fremstu bílum og leiða hópinn. Tólf eru skráðir á viðburðinn eins og stendur en Lesa meira →

Mánudagsmyndin 2. maí

Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 740. Bíllinn er árgerð 1984 og er með B23E vél með 405 heddi og M47 gírkassa. Hann er beinskiptur með  fjóra gíra og overdrive. Bíllinn er  keyrður rúmlega 225.000. þús. km. Bíllinn er fluttur inn frá Þýskalandi árið 1987 og hefur verið á Norðurlandi og Austurlandi, en undanfarið ár verið í Reykjavík.