Í ár eru 30 ár síðan Volvo 780 bíllinn kom á götuna. Bíllinn var samstarf Volvo Car Corp og ítalska fyrirtækisins Bertone. Hönnunin kom frá Bertone á meðan að vélin og tækni kom frá Volvo og var sú sama og í 700 línunni. Það voru aðeins 8518 bílar framleiddir til ársins 1990. Bertone hannaði bílinn frá grunni og var hann ekki byggður á neinum öðrum bíl eins og algengt er. Vinnan við hönnunina hófst í ágúst árið 1981 og var verkefnið kallað Project 1780. Bíllinn var fáanlegur í nokkrum Evrópulöndum árið 1986 og ári síðar í Ameríku.
Rissmynd frá Bertone af 780 bílnum.
Í mars árið 1985 var Volvo 780 kynntur sem bíll sem hafði ítalskan glæsileika og sænska hönnun. Bíllinn var sá dýrasti sem Volvo hafði framleitt. Í Svíþjóð kostaði bíllinn tvöfalt meira en Volvo 760 GLE.
Bertone og Volvo Car höfðu áður verið í samstarfi en árið 1977 var samstarf með bílinn Volvo 262C, sem var byggður á Volvo 260 seríunni og var framleiddur af Bertone í fjögur ár og alls 6622 bílar komu á götuna.
Bíllinn kom út með nokkrum tegundum af vélum, meðal annars 4 sílandera 2 L og 2,3 L, 6 sílandera 2,6 L, og Línu sexa 2,3 L Turbó dísel. Bíllinn var tveggja dyra og kom bæði sjálfskiptur og beinskiptur með fjögurra þrepa skiptingu.
Vitað er um einn Volvo 780 bíl á Íslandi, og verður nánar fjallað um hann síðar.
Fyrir þá sem vilja lesa meira um 780 bílinn bendum við á þessa tengla hér, hér, og hér.