Í vor voru 35 ár síðan Brimborg frumsýndi Volvo 440 á Íslandi, eða vorið 1989. Var þar glæsilegur sýningarsalur í Faxafeni 8. Alls seldust 32 bílar af þessum glæsilega bíl á frumsýningarhelginni. Á þessum árum var Volvo 440 auglýst sem tímamótabifrið með beinni innspýtingu og lúxus innréttingu, en þessi bíll kom mjög vel útbúinn eins og listað er upp í gamalli auglýsingu. Í fyrstu var boðið uppá tvær tegundir, Volvo 440 GLT og dýrari gerðina Volvo 440 Turbo. Volvo 440 varð metsölubíll á þessum tíma.
Ódýrari bíllinn var á 989.000 kr og dýrari á 1.179.000 kr. Til samanburðar á þessu ári kostaði Volvo 740 1.489.000 kr.
En þetta var ekki allt, Brimborg sótti líka á Suðurlandið og var með sýningu á Selfossi, þar sem var talað um Brimborgarhraðlestina, en flutningabíll fór með nokkra vel valda bíla úr Faxafeni og að Bifreiðaverkstæði K.Á. á Selfossi.
Þetta sama ár voru 14 sérsmíðaðir volvo lögreglubílar seldir hér á landi og 20 Volvo strætisvagnar.