Volvoklúbburinn er orðinn 4 ára, en stofnfundur var haldinn 13. nóvember 2013. Enginn afmælisviðburður er á dagskrá í nóvember, en klúbburinn stefnir að því að halda vel upp á 5. ára afmælið á næsta ári með veglegum viðburðum. Félagar í klúbbinum hafa verið frá 130-160 frá upphafi, en um 30 nýir félagsmenn hafa verið að bætast við á ári hverju, og á móti eru um 30 úrsagnir, eða fólk sem skráir sig aðeins í eitt ár. Góður kjarni félagsmanna hafa þó mætt á viðburði félagsins yfir allt árið, og hefur félagið þróað nokkra viðburði sem boðið er uppá ár hvert.
Við þiggjum allar hugmyndir og efni frá félagsmönnum, sem vilja senda okkur myndir af sínum bíl ásamt upplýsingum. Á síðunni okkar er fjöldi upplýsinga sem við höfum safnað frá stofnun félagsins, meðal annars Íslenskir Volvobílar og eigendur, en þar eru skemmtilegir bílar og eigendur ásamt kynningu.
Næsti viðburður félagsins er hinn árlegi áramótaakstur á gamlársdag en nánar upplýsingara verða sendar út þegar nær dregur.