40 ára afmælisakstur Volvo 240 á Íslandi

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir 40 ára afmælisakstri Volvo 240 bíla, sunnudaginn 24. ágúst.  Volvo 240 var fyrst kynntur 21. ágúst  árið 1974 og var framleiddur til ársins 1993.

Hisst verður við Brimborg, Bíldshöfða 6, næstkomandi sunnudag og er áætlað að akstur hefjist kl. 15 frá Brimborg.  Ætlunin er að aka þaðan sem leið liggur Sæbrautina niður í bæ, beygt inn Lækjargötuna, beygja inn Vonarstrætið framhjá Ráðhúsinu, til vinstri Suðurgötuna að hringtorgi við Hringbraut, Hringbrautina í átt að Perlunni, þar sem við treystum að nóg verði af bílastæðum fyrir flotann.

Þessi akstur er hugsaður fyrir 240 bíla á Íslandi, og gaman væri að sjá 40 bíla í akstrinum. Allir velkomnir upp í Perlu að koma og skoða bíla og hitta eigendur. Látið orðið berast til allra eigenda Volvo 240.

volvo244dl_rauður

Comments are closed.