50 ár af velgengni í Svíþjóð

Árið 1964 var stór áfangi hjá Volvo Cars í Svíþjóð en það var árið sem þeir opnuðu hliðin á Torslanda verksmiðjunni, sem var stærsta fjárfesting iðnaðar í sögu Svíþjóðar.

Torslanda verksmiðjan gat framleitt 200.000 bíla á ári en aðalsmerki hennar var að framleiða ný módel af bílum með nýrri tækni.

Síðustu fimm áratugi hafa verið framleidd ýmis klassísk módel af Volvo sem hefur skilgreint Volvo vörumerkið sem það er í dag, með áherslu á öryggi, gæði, og umhverfisvænan bíl.

Í dag, 50 árum síðar er Volvo Car Torslanda verksmiðjan enn að framleiða bíla, en nú opnar ný deild í verksmiðjunni sem kallast Torslanda TA3 ásamt gríðarlegum fjárfestingum í SPA (enska:Scalable Product Architecture). Næsta haust þá mun nýi XC-90 bílinn verða tilkynntur.

50 ára afmælisvígsla verður haldin 24. apríl næstkomandi og verður gestum sýnd nýja deildin og söguleg sýning verður einnig fyrir gesti.

Öll fréttin á ensku hér.


Myndir frá Volvocars.com

Comments are closed.