50% söluaukning hjá Brimborg í ár

Brimborg hefur selt 1.580 bíla frá áramótum en til samanburðar í fyrra voru seldir 1.050 bílar á sama tímabili. Um er að ræða 50% söluaukningu. Bílamarkaðurinn stendur nú í 12.660 bílum fyrstu 9 mánuði ársins og hefur vaxið á sama tíma um 43%. Brimborg hefur því aukið markaðshlutdeild sína.

Heimild: Fréttatilkynning frá Brimborg.

Comments are closed.