70 ár síðan Bandaríkin hófu að flytja inn Volvo bíla frá Svíþjóð

Í ágúst 1955 var fyrsti Volvo PV 444 affermdur í höfn í Long Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Bíllinn var með 70 hestafla B14A vél, sem var aðeins fáanleg fyrir Bandaríkjamarkaðinn.  Margir voru efins um þessa bíla í Bandaríkjunum á þessum tíma, en tveimur árum síðar var Volvo orðið næststærsta innflutningsmerki í Kaliforníu fylkinu og árið 1974 varð Bandaríkin stærsti markaður fyrir Volvobílana á þeim tíma.

Árið 1933 sendu þrír sænskir ​​blaðamenn Volvo PV652 til New York en þaðan óku þeir bílnum á heimssýninguna í Chicago. Eina óhappið á allri 3000 kílómetra ferðinni var gat í einu framdekkinu. Nokkur stopp voru á leiðinni. Eitt þeirra var í höfuðborg bandaríska bílaiðnaðarins, Detroit, þar sem Volvo var sýndur æðstu stjórnendum frá nokkrum bílaframleiðendum, þar á meðal Ford, og vakti mikla athygli.
Næsti Volvo til að keyra á bandarískum vegum var Volvo PV444 prófanabíll sem var sendur snemma árs 1947. Bíllinn var sýndur til að vekja áhuga á landsmanna en ekki voru alvöru söluhugleiðingar á þessum tíma hjá Volvo.

Comments are closed.