Nýliðið ár var stærsta ár í sögu Volvo vöru- og flutningabíla á Íslandi og seldust 94 nýir vörubílar yfir 10 tonn samanborið við 50 árið 2022 sem er 88% aukning.
Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn var Volvo FH16 enn eitt árið mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður.
Volvo vörubílar voru einnig leiðandi á markaði fyrir rafmagnsvörubíla með yfir 70% hlutdeild og í heild var þriðji hver vörubíll á markaðnum frá Volvo.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velti.