Jón Þór Þorleifsson var á unglingsárunum þegar fjölskylda hans ákvað að fara í evrópureisu á Volvo Laplander (G-8060). Þetta var árið 1985 og var farið í 3ja vikna ferð um Evrópu. Bíllinn var sendur með flutningaskipi til Kaupmannahafnar þar sem ferðalagið hófst. Þau voru 8 saman í þessum bíl á þessu ferðalagi og vakti bíllinn mikla athygli. Var þetta stórfjölskyldan, afi og amma, foreldrar og systkini í þessari eftirminnuleg ferð fjölskyldunnar.Bíllinn reyndist vel í þessari ferð en hraðbrautirnar voru kannski ekki hans besti heimavöllur.
Það fylgdi sögunni að hjónin hafi selt bílinn einhverju eftir ferðina en keypt hann aftur síðar.
Þökkum Jóni kærlega fyrir afnot af þessum myndum og upplýsingum í fréttina.