Aðalfundur 2021 – 17. mars

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir.

Vonumst til að sjá sem flesta. Skráning á viðburðinn er á fésbókarsíðunni okkar.

Dagskrá:

Setning fundar
Kosning fundarstjóra og ritara
Ársreikningar lagðir fram
Ársskýrsla stjórnar
Kosning stjórnar og varamanna
Tillaga að árgjaldi 2022
Önnur mál

Comments are closed.