Aðalfundur þriðjudaginn 3. apríl

Við minnum á Aðalfund Volvoklúbbs Íslands sem verður haldinn þriðjudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 18:00 í mötuneyti Brimborgar (gengið inn vinstra megin við aðalinngang).

Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf:
– Kosning fundastjóra og fundaritara
– Ársskýrsla félagsins
– Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
– Kosning til stjórnar félagsins*
– Kosning um tvo varamenn í stjórn
– Breytingar á samþykktum**
– Önnur mál

Boðið verður upp á veitingar að fundi loknum.

* Kosið er um tvö sæti innan stjórnar ár hvert skv. 9. grein samþykkta félagsins. Kjörnir fulltrúar gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Mótframboðum til stjórnarsetu og framboðum til varastjórnar þarf að skila til stjórnar eigi síðar en viku fyrir fund á netfangið postur@volvoklubbur.is.
** Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins skulu berast til stjórnar á ofangreint netfang eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Hægt er að skoða samþykktir félagsins á heimasíðunni www.volvoklubbur.is.

Comments are closed.