Aðalfundur

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 8. mars næstkomandi í matsalnum í Brimborg, Bíldshöfða 6. Fundur hefst kl .18:00.

Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf:

  •   Skýrsla um störf félagsins
  •   Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  •   Kosningar um formann félagsins
  •   Kosningar um tvo stjórnarmenn og tvo varamenn
  •   Tillaga að ársgjaldi 2018
  •   Lagabreytingar
  •   Önnur mál

Framboð til stjórnar og lagabreytingar þurfa að berast stjórn fyrir 1. mars á netfangið postur(hja)volvoklubbur.is.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og hvetur stjórn félagsmenn til að mæta og taka þátt í að móta félagið.

Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Comments are closed.