Volvoklúbbur Íslands minnir á afhendingu félagsskírteina sem fer fram í húsakynnum Brimborgar að Bíldshöfða í dag. Þar verður boðið upp á vöfflur og gos og einnig er hægt að sjá eldri volvo bíla til sýnis. Sýningin opnar kl. 14 og stendur til kl. 16 í dag.
Meðal bíla er einstakur Volvo 850 árgerð 1996, sem hefur aðeins verið ekinn um 1.600 km, og er kallaður Fagri Blakkur og er í eigum Brimborgar. Aðrir bílar eru Volvo Amazon árgerð 1963, Volvo 544 árgerð 1963, Volvo 242 árgerð 1981 og fleiri skemmtilegir bílar.
Minnum einnig á uppboð sem er í gangi og lýkur í dag á Volvo Vöfflujárni. Sjá nánar á Facebookhópi Volvoklúbbsins.
Hluti bílanna sem verða til sýnis í dag.