Afmælisviðburður í Hörpu

Volvoklúbbur Íslands verður 2. ára í nóvember og í því tilfefni verður viðburður í Hörpu á vegum klúbbsins, laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00, ef nægur fjöldi skráir sig til leiks. Félagsmenn fá kökusneið í boði klúbbsins og sérstakur bás verður frátekinn fyrir okkur á veitingastaðnum Smurstöðinni í Hörpu. Þá verður Happy Hour á drykkjum sem hver og einn greiðir fyrir sig.  Mæting í Hörpu er kl. 13:00.

Ráðgert er að hafa hópakstur fyrir þennan tíma sem verður auglýst nánar síðar. Hægt verður að leggja Volvobílum fyrir utan Hörpu.

Mikilvægt er að skrá sig fyrir 10. nóvember svo hægt sé að áætla veitingar/köku. Skráning er á Fésbókarsíðu okkar eða senda póst á postur(hja)volvoklubbur.is.

10509731_10153348208802969_5326552085959568298_n

Comments are closed.