Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 fagnar Volvoklúbbur Íslands eins árs afmæli. Í því tilefni ætlum við að bjóða ykkur í veislu í salnum á þaki Brimborgar, en þar fór einmitt stofnfundur klúbbsins fram.
Við ætlum að sýna heimildarmynd um 75 ára sögu Volvo, eða frá árunum 1927-2002, þar sem sagt er frá öllum Volvo bílum sem framleiddir voru á þessum tíma í máli og myndum.(Ath. ótextað, sænskt tal)
Einnig ætlum við að vera með einhverjar Volvo bækur fyrir þá sem vilja ná sér í fróðleik. Ef þú lumar á bók eða tímariti um Volvo, þá máttu endilega mæta með það og leyfa öðrum að skoða.
Boðið verður uppá hinar víðsfrægu Volvo vöfflur ásamt kaffi og gosi.
Húsið opnar klukkan 20:00, og mun myndin byrja um kl. 20:20.
Allir velkomnir, bæði meðlimir og aðrir.
Vonumst til að sjá sem flesta.