Við fáum oft spurningar hvar best sé að fara með bílinn í þjónustu og viðgerð. Við getum svo sannarlega mælt með þjónustu og sérþekkingu á Volvo bílum hjá Bifvélavirkjanum í Norðurhellu 8, Hafnarfirði. Bifvélavirkinn býður félagsmönnum Volvoklúbbsins 10% afslátt af vinnu gegn framvísun skírteinis.
Bifvélavirkinn er sérhæft Volvo verkstæði. Þar eru almennar viðgerðir, stærri aðgerðir, bilanagreining, smurþjónusta og margt fleira.
Áralöng reynsla og fagmennska í fyrirrúmi.
Sími: 547-6600.