Ágætis mæting í Borgarnesferðina

Volvoklúbburinn hefur boðið upp á hópakstur í Borgarnes síðustu árin og hefur alltaf verið ágæt mæting á þennan viðburð og var þar engin breyting á í dag. Alls mættu 9 volvo bílar og ein Lada – já Lada !. Eldri volvo bifreiðar voru í meiri hluta í dag og var gaman að sjá þessa glæsilegu 140 bíla ný bónaða og flotta.

Ferðin er tilvalin fjölskylduferð og voru margir bílanna vel mannaðir í dag. Það var fallegt veður, en nokkuð kalt úti, eða um 4,5 gráður á Vesturlandinu.

Þessi ferð er löngu orðin að föstum liði og oftar en ekki er það sama fólkið sem mætir á viðburðinn.  Það er alltaf gott spjall í byrjun ferðar og myndatökur af öllum bílunum.

Þökkum þeim kærlega sem tóku þátt í dag.


Comments are closed.