Áhugaverður Volvo 244 til uppgerðar

Einn virkur félagsmaður hjá okkur benti okkur á áhugaverðan Volvo 244 GL árgerð 1980 sem væri auglýstur í Bændablaðinu nýlega. Bílinn er staddur í grennd við Blönduós, nærri Svínavatni og er það bóndinn á Geithömrum, Þorsteinn Þorsteinsson sem auglýsir bílinn. Af myndum sem voru teknar fyrir okkur virðist bíllinn vera heill og tilvalin til uppgerðar. Hann er beinskiptur og ekinn 140.000 km sirka. Vel með farinn að innan eins og myndir sýna.  Síminn hjá eiganda er 865-8104.

image1 image2 image3 image4 image5

Comments are closed.