Áhugaverður Volvo 764 á Íslandi

Við birtum frétt af flottum Volvo Amazon á Íslandi nýverið, og hér er framhaldsfrétt en nú verður fjallað um fagurrauðan Volvo 764 árgerð 1988 á Íslandi. Bíllinn vekur strax áhuga ef maður skoðar eldri Volvo bíla til sölu á Íslandi á www.bilasolur.is. Ég hringdi í bílasöluna Bílkaup sem er með bílinn á söluskrá og fékk þær upplýsingar að núverandi eigandi hefði gert mikið fyrir bílinn á undanförnum árum og að ástandið væri gott eins og myndirnar bera með sér. Bíllinn ku vera ekinn aðeins 118 þúsund frá upphafi, sjálfskiptur með sex sílandera vél af stærðinni 2.849 cc sem skilar 156 hestöflum.

Bílinn er hlaðinn aukabúnaði og óhætt að segja að fáir slíkir bílar eru til á Íslandi. Ég hringdi einnig í eigandann sem hefur geymt bílinn inni um tíma en nýlega fór aftur að nota hann. Þessi maður heitir Jimmy og er hálf breskur og hefur átt þennan ágæta bíl í rúm tvö ár. Hann segist safna gömlum bílum og á nokkra aðra eldri bíla fyrir utan þennan Volvo.

Nánari upplýsingar um bílinn má finna hér.

volvo764a volvo764

Myndir frá www.bilasolur.is

Comments are closed.