Áramótaakstri 2019 lokið

Félagar í Volvoklúbbi Íslands kvöddu árið að vanda með hópakstri og spjalli. Þetta er fyrir marga ómissandi partur af síðasta degi ársins. Þeir sem þekkja vel til telja þetta hafa verið fimmtánda árið sem slíkur akstur hefur verið haldinn, óformlega og formlega eftir að Volvoklúbbur Íslands var stofnaður haustið 2013.

Dagurinn var frekar blautur og kaldur, en það hefur verið mjög óvanlegt að rigning sé þegar þessi akstur hefur verið haldin síðustu árin. Menn eru vanari frostinu og meiri kulda.

Það voru 10 bílar sem komu í ár í aksturinn, sem hófst við Skautasvellið í Laugardal. Eftir gott spjall var ekið sem leið lá upp í Árbæ þar sem stoppað var á bílastæðinu við Árbæjarkirkju. Aftur var tekið gott spjall þar og volvomálin rædd ítarlega.

Þökkum þeim sem komu í aksturinn í dag. Það var að sjá að nokkur kynslóðaskipti eru í þessum viðburði, en margir bílar eru orðnir af nýrri módelum, en sú var tíðin að flestir bílar í þessum akstri voru fornbílar.

Comments are closed.