Áramótaakstri lokið

Kæru lesendur og félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbs Íslands þakkar fyrir árið og sendir ykkur áramótakveðjur.

Í dag var síðasti viðburður félagsins haldinn, árlegi áramótaaksturinn. Það komu 19 bílar í aksturinn í dag, sem hófst í Laugardal þar sem félagar áttu góða stund í spjalli í langan tíma þar til aksturinn hófst. Ekið var úr hverfinu og að næstu hraðbraut í gegnum Kópavog og Garðabæ og endað á planinu hjá Ikea.

Flottur akstur og góð þáttaka. Veður var milt, en kalt.

Stefnum á að vera með góða viðburði á árinu 2022 sem verða vel auglýstir.

Kveðja, stjórn Volvoklúbbs Íslands.

Comments are closed.