Áramótaakstur 2019

Að vanda hittast volvo áhugamenn og konur á gamlársdag. Volvoklúbburinn stendur fyrir viðburði 31. desember, kl. 13:00 við Skautasvellið í Laugardal. Ekið verður af stað 13:20.

Akstursleið:

Ekið verður Engjaveginn að Glæsibæ og út Gnoðarvoginn að MS. Ekið upp að Miklubraut, að Bíldshöfða og ekið fram hjá Brimborg að Höfðabakka. Ekið upp að Bæjarhálsi, beygt inn Hraubæ og ekið út Rofabæ að bílastæðinu við Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla.

Vonumst til að sjá sem flesta í þennan síðasta viðburð ársins.

Skráning á viðburðinn er á fésbókinni.

Comments are closed.