Áramótaakstur 2022 – Frestað

AKSTRI ER FRESTAÐ VEGNA VEÐURSPÁR.  AUGLÝSUM AFTUR SÍÐAR.

Það er komið að síðasta viðburði ársins hjá Volvoklúbbi Íslands. Áramótaaksturinn á sér langa sögu og er hefð fyrir því að hittast á þessum degi og keyra smá hring. Við bendum öllum á að skoða veðurspána vel og koma á vel búnum bílum og klæða sig vel. Hringurinn í ár er mest eftir stofnbrautum sem eiga að vera vel aksturshæfar. Akstursleið getur breyst með skömmum fyrirvara.

Mæting kl. 13:00 á bílastæðið við Húsdýragarðinn /Skautasvellið í Laugardal. Við ætlum að keyra þaðan upp á Suðurlandsbraut að Kringlumýrarbraut og upp á Nýbýlaveg í Kópavogi. Þaðan liggur leiðin áfram í gegnum allt Breiðholtið að Rauðavatni og á Þjóðvegi 1. Keyrum Suðurlandsveginn að Vesturlandsvegi og þaðan upp Sæbraut að Holtagörðum.

Vonumst til að sjá sem flesta þótt spáin sé ekkert frábær. Spáin á hádegi 31. des gerðir ráð fyrir -6 stigum og 5m/s vindi og snjókomu þegar líður á daginn.

Leiðarlýsing:

Skautasvell/Húsdýragarður
Engjavegur framhjá Laugardalshöll eða Reykjavegi
Reykjavegur að Suðurlandsbraut.
Beygja til vinstri á Kringlumýrarbraut
Kringlumýrarbraut að Nýbýlavegi.
Nýbýlavegur í gegnum Kópavoginn
Áfram í gegnum Breiðholt og Selás að Rauðavatni.
Suðurlandsvegur ekinn inn að Vesturlandsvegi, beygt til vinstri í lykkju.
Vesturlandsvegur að Sæbraut.
Endað á bílastæðakjallara við Holtagarða innst.

Myndin sýnir grófa leið í rauðum lit.

Comments are closed.