Áramótaakstur 31. desember kl. 13:00

Okkar árlegi áramótaakstur verður á sínum stað á gamlársdag, föstudaginn 31. desember kl .13:00. Hisst verður í Laugardalnum á bílastæðinu við Húsdýra- og skautahöllina eins og undanfarin ár. Aksturinn í ár verður til heiðurs Sigurði Unnsteinssyni sem lést í haust eftir skamma baráttu við erfið veikindi. Margir félagsmenn þekkja eða kannast við Sigurð heitinn, en hann var búsettur í Danmörku síðustu árin og aðstoðaði marga félagsmenn Volvoklúbbsins með bílakaup, varahlutakaup og aðra dýrmæta ráðgjöf.  Sigurður stofnaði Bilbro ehf árið 1995 við Smiðjuveg 26. Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna í aksturinn.

Aksturinn: Ekið frá Laugardal, Engjaveg, Gnoðarvog, Skeiðarvog, Miklubraut, Reykjanesbraut, Skemmuvegur – blá gata. Þaðan verður ekið í gegnum Garðabæinn og endað á bílaplani við IKEA.

Minnum félaga á að hafa grímur meðferðis og halda fjarlægð miðað við sóttvarnarreglur. Þeir sem vilja enga áhættu taka geta verið allan tímann inn í sínum bíl.

Bilbró – Einar og Sigurður á góðri stundu.

Comments are closed.