Að venju stóð Volvoklúbburinn fyrir áramótahitting á gamlársdag. Það voru níu félagar sem hittust við Perluna og stoppuðu þar í góða stund og kíktu í húddin og ræddu um helstu volvo málin. Veðrið var með betra móti þótt færðin hafi kannski ekki verið sú skemmtilegasta. Bílarnir keyrðu svo um miðbæinn og stoppuðu meðal annars við Hörpuna.
Gleðilegt ár !