Áramótakstur

Eins og undanfarin ár verður Volvoklúbbur Íslands með áramótaakstur á gamlársdag, og er það síðasti viðburður ársins.

Í ár hittumst við kl. 13:00 á gamlársdag, 31. desember, á bílastæðinu við Skautasvellið í Laugardal. Áætlað er að akstur hefjist kl. 13:20.

Þaðan verður ekið í gegnum hverfið og upp í Smáíbúðarhverfi og endað við bílastæðið við Bústaðakirkju við Bústaðaveg og Tunguveg. Eftir aksturinn verður farið á næstu Olísstöð  þar sem félagsmenn geta fengið sér heitt kaffi.

Hvetjum Volvo menn og konur til að mæta og eiga góða stund.

Veðurspáin er ágæt, en alltaf gott að vera vel búinn.

Skráning á viðburð er á facebook.

Comments are closed.