Áramótapistill formanns

Volvoklúbbur Íslands hélt uppá 10 ára afmæli þann 12. nóvember síðastliðinn í húsakynnum Veltis við Hádegismóa. Var mjög góð mæting og fengum við mjög góða kynningu frá Ólafi Árnasyni um rafmagnsvörubíla, gröfur og önnur vinnutæki. Eftir þennan viðburð var mér hugsað um hversu félagsþörfin er rík í okkar eðli. Hugsaði hversu mikilvægt fyrir okkur flest að nærast af félagsskap af hvert öðru. Svo er það þeir sem leggja sig fram við að búa til aðstæður og finna tíma til að sameina hópa, til að fylla þessa þörf. Leggja sig fram launalaust að skapa vettvang fyrir félagsþörf annnara.

Á þessum tíu árum hefur fyrrverandi og núverandi stjórn Volvoklúbbs Íslands náð að búa til vettvang fyrir þennan sértæka hóp sem hefur áhuga á Volvo bifreiðum. Alltaf stækkar og stækkar hópurinn sem er að mæta á viðburði á vegum Volvoklúbbs íslands sem segir að þetta er góður félagskapur.

Svo er það áhuginn að sýna sína bíla og sjá aðra sem spilar mikinn part í þessum áhuga. Á þessum tímamótum Volvoklúbbs Íslands, 10 ára afmæli, þá munum við í stjórn Volvoklúbbs Íslands hafa nokkra aukaviðburði í því tilefni, sem verður auglýstir síðar.

En aftur af þessari meðfæddri félagsþörf okkar. Ég get ekki hugsað lífið án þessa að hafa þessa félagsþörf. Í hópi með öðrum, þá nærumst við. Þessi næring gefur mann svo miklu meira heldur en við erum að átta okkur á. Að mínu mati er félagsskapur jafn mikilvægur og að borða og sofa.

Langar að þakka mínum félögum sem hefur verið með mér í stjórn klúbbsins í gegnum árin og saman lagt grunn að þeim viðburðum sem hafa þróast og gert það að verkum að margir hafa fengið að uppfylla sinni félagsþörf og áhuga á Volvo bifreiðum í víðustu mynd. Og svo eru það þið félagar í Volvoklúbbnum sem hafa komið á viðburði aftur og aftur. Vil ég þakka ykkur fyrir að mæta og gefið af ykkur.

Gleðilegt nýtt Volvo ár.

Ragnar Þór Reynisson,

Formaður.

Comments are closed.