Áramótapistill formanns

Kæru Volvo félagar.

Nú þegar árið er á enda þá er vert að líta yfir farinn veg. Út af dálitlu þá náðist ekki að halda alla viðburði eins og hefð hefur verið undanfarin ár. Náðum að skjóta inn aðalfundi 7. maí, Hvolsvallarúnt í júní (Suðurlandsrúnt),grilli hjá Óla Árna í júlí og fengum að sjá framgang á hans verkefni LV63. Ekki ætla ég að eyða orðum í það sem var þess valdandi að ekki var gert meira. Þið vitið af hverju. Áramótarúnturinn verður á sínum stað á gamlársdag.

Í ár var í fyrsta skipti glaðningur sendur með félagsskírteinum. Var það skemmtileg nýbreytni sem verður gert aftur og mun vera sendur smá glaðningur með félagsskírteinum 2021 til þeirra sem greiða gjöldin á tíma. Búið er að senda félagsgjöld í heimabanka til þeirra sem greiddu í fyrra auk nýrra félaga. Með félagsskíreinum og framvísu þess, fæst afsláttur hjá nokkrum fyrirtækjum sem hægt er finna á heimasíðu klúbbsins hér. http://volvoklubbur.is/klubburinn/tilbod-og-afslaettir/ .

Klúbburinn stækkar á hverju ári og í dag eru um 260 skráðir félagar. Í facebook hópi Volvoklúbbs Íslands eru 3.969 manns. Yfir 1.000 sem hafa líkað við og fylgja Volvoklúbbs síðunni á facebook. Þar birtast fréttir sem koma á heimasíðu Volvoklúbbs Íslands, www.volvoklubbur.is Klúbburinn var 7 ára á þessu ári og að okkar mati, gefur það góð merki um að þessi klúbbur er kominn til að vera.

Á komandi ári, vonumst við eins og allir, að lífið fari aftur í sama farveg og áður. Munum við því halda áfram með sömu viðburði og undanfarin ár og jafnvel einum bætt við.

Kæru félagar. Við í stjórn Volvoklúbbs Íslands óskum ykkur farsældar og friðar yfir hátíðarnar og gleðilegs nýs árs og von um að sjá sem flesta á öllum viðburðum 2021.

Ragnar Þór Reynisson

Formaður Volvoklúbbs Íslands.

Engin lýsing til

Comments are closed.