Áramótarúntur 2017

Volvoklúbburinn stendur fyrir árlegum Áramótarúnti á gamlársdag, sunnudaginn 31. desember. Í ár hefst aksturinn frá Skautahöllinni í Laugardal, við Múlaveg 1.  Mæting er kl. 13:00 og áætlað að hefja akstur kl. 13:20. Við ætlum að enda aksturinn á bílastæði Veitna, Klettagörðum 14, það er á hægri hönd.

Kaffi og með því verður svo í boði klúbbsins á næstu Olís stöð við Sæbraut/Dalbraut. Aðeins eru þrjú ljós á þessari leið og góðir möguleikar til að þétta röðina á leiðinni ef einhverjir komast ekki yfir á sama ljósi. Spáð er -6 gráðum á sunnudaginn, svo það er um að gera að klæða sig eftir veðri.

Leiðarlýsing:

Ekið frá Skautahöll upp Engjaveg ofan við Húsdýragarð að Glæsibæ.
Beygt vinstri við Glæsibæ og út Gnoðarvogin í gegnum hringtorg Álfheima og að ljósum við Vogaskóla/MS.
Beygt vinstri upp Skeiðarvog að ljósum Langholtsvegar, áfram að Sæbraut, yfir Sæbraut að Skútuvogi,
Beygt vinstri við Bónus/Húsasmiðju við Skútuvog, ekið að Holtagörðum,
Beygt vinstri við Holtagarða, og strax hægri við Tékkland Vatnagarða,
Ekið áfram Vatnagarða yfir gatnamót við Sægarða/Kleppspítala,
Ekið að gatnamótum Sundagarða, beygt til hægri,
Ekið Sundagarða að Hringtorgi og áfram Klettagarða
Beygt til hægri við Klettagarða 14 (Veitur), stoppað á bílastæði með útsýni yfir Viðey og Esju.

Framhald fyrir þá sem vilja veitingar á næstu Olísstöð við Sæbraut.

Áramótarúntur 2016

Comments are closed.