Áramótarúntur 2018

Við héldum okkar árlega áramótaakstur í dag eftir hádegið, og hittumst í Laugardalnum kl. 13:00. Það var fremur fámennt á þessum skemmtilega viðburði í ár, en það komu alls sex bílar. Við áttum gott spjall áður en við lögðum af stað í aksturinn sjálfan, en núna fórum við um Vogahverfið að Mörkinni og upp í Smáíbúðahverfið við Sogaveginn. Enduðum hringinn á bílastæði við Bústaðakirkju. Eftir það var farið á Olís í kaffi og kleinu. Það var fremur kalt í veðri, um -1 gráða og kaldur vindur.

Þökkum þeim kærlega sem komu, en einn félagi kom alla leið frá Skagafirði, úr Varmahlíð á Volvo V50 AWD.


 

Comments are closed.