Áramótarúntur og afmælisbílar

Árlegi áramótarúntur Volvoklúbbs Íslands verður að þessu sinni frá Perluplaninu á Gamlársdag kl. 12:45. Tilvalið að hittast aðeins fyrr og heilsa upp á fólk og spjalla. Leiðin sem farið verður er svokölluð formannsleið, en Ragnar okkar valdi leiðina fyrir okkur í ár. Munið að fylgja fyrsta bíl og hafa hæfilegt bil á milli bíla. Stefnt er að því að bjóða upp á Croissant og kaffi hjá Olís við Norðlingabraut í lokin fyrir þá sem hafa áhuga. Fjölmennum í áramótahitting og tökum konuna og börnin með. Afmælisbílarnir, Amazon P120 (1956), Volvo 144 (1966) og Volvo S70/C70(1996) eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Leiðarlýsing: Perluplan kl. 12:45. Lagt af stað og keyrt upp á Bústaðarveg. Beygt til hægri niður á Kringlumýrarbraut. Niður Kársnesbraut og beygt til hægri og keyrt út Nýbýlaveg. Haldið áfram sem leið liggur upp Breiðholtsbraut (veg 413) og yfir Elliðará. Endað við Olís við Norðlingabraut (Norðlingaholt). Sjá gráu leiðina á korti(Ekki bláu).

15590527_10211506926086718_8418384276444146364_n

Comments are closed.