Áramótarúntur Volvoklúbbsins

Fyrsti “óformlegi” rúntur Volvoklúbbsins verður á gamlársdag, 31. desember kl 14:00. Síðustu ár hefur það verið hefð að volvomenn hittist á gamlársdag og beri saman bíla sína.

Hugmyndin er að hittast á neðra planinu hjá Perlunni og í framhaldi af því verður tekinn hópakstur um bæinn.

Leiðarlýsing:
Frá Perlunni keyrum við Bústaðarveg og út á Snorrabraut, beygjum inn á Laugarveg og keyrum Laugarveginn niður að Lækjargötu, beygjum til vinstri á Lækjargötu og svo til hægri inn Vonarstræti, framhjá Ráðhúsinu og til hægri upp Túngötu framhjá Landakotskirkju og aftur út á Hringbraut og vestur í bæ. Hringbrautin ekin áfram út á Granda, þaðan keyrt inn á Sæbraut, framhjá Hörpu, Holtagörðum og upp á Miklubraut við Ártún. Rúnturinn endar svo á Shell Vesturlandsvegi og þar geta þeir sem vilja keypt sér eitthvað góðgæti.

Hér er að finna “event” á facebook!

Vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórn Volvoklúbbsins,
Volvoklúbbur Íslands

Comments are closed.