Árið gert upp – Volvoannáll

Volvoklúbbur Íslands gerir árið upp í stuttum annál og lítur til baka á það sem merkilegast var að gerast hjá klúbbinum og sendir um leiða áramótakveðju til félagsmanna.

Heimasíðan og vefir

Í byrjun árs  var klúbburinn nýstofnaður og aðeins nokkra mánaða gamall. Stjórn klúbbsins fór strax í að undirbúa viðburði fyrir komandi ár. Heimasíðan Volvoklubbur.is var mikið í vinnslu allt árið og voru stjórnarmenn sameinaðir að þýða tæknilegar upplýsingar um ýmsa Volvo bíla og skrifa fréttir, en þær urðu yfir 150 í heildina fyrir allt árið. Fésbókarhópurinn stóð í rúmlega 200 manns, en í lok árs kominn í yfir 700 manns sem er gríðarleg fjölgun á ekki lengri tíma. Þá eru 200 fylgjendur á Fésbókarsíðunni þar sem allar fréttir birtast sjálfkrafa frá heimasíðunni.

Heimasíðan Volvoklubbur.is hefur fengið 8200 heimsóknir á árinu og yfir 35.000 flettingar. Tæplega 2000 gestir koma beint á síðuna rúmlega 1700 frá google.com og rúmlega 3000 gestir koma frá Facebook.com. Mest lesna síðan er forsíðan með yfir 9000 flettingar, 1900 hafa smellt á spjallsvæðið, 1200 á varahlutasíðu, yfir 1000 á fréttasíðuna og tæplega 1000 á myndasíðuna. Vinsælasta fréttin var “Magnaður Amazon til sölu á Íslandi“, með yfir 500 heimsóknir.  Flestar blaðsíðuflettingar voru þann 11. júlí, en þá 1338 flettingar á síðunni. Sama dag voru flestar heimsóknir ársins eða 191 gestur á Volvoklubbur.is.

Viðburðir og fréttir

Nokkrir flottir viðburðir voru á árinu, en fyrsti rúnturinn var haldin í apríl á sumardaginn fyrsta. Þann 26. apríl var klúbburinn í samstarfi við Brimborg að sýna nokkra eldri Volvo bíla í sal í Brimborgarhúsinu. Þar var boðið upp á Volvovöfflur og félagskírteini afhent. Mikill undirbúningur var fyrir þennan stóra viðburð sem þóttist takast vel.

Fréttabréf var sent út í fyrsta fjórðungi ársins til félagsmanna. Einnig komu nokkrir pistlar frá formanni klúbbsins.

Í apríl var einnig haldið uppboð á Volvo vöfflujárni sem klúbburinn flutti inn.

Þann 10. maí stóð klúbburinn fyrir hópferð í Borgarnes á stórsýningu Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar.

Þann 12. júlí var boðið upp á ferð til Hvolsvallar þar sem stoppað var hjá Þór á Kaffi Eldstó. Nokkrir bílar mættu í ferðina og var mál manna að bjóða aftur upp á þessa ferð á næsta ári.

Í júlí og ágúst voru fyrstu fréttir og myndir af nýja Volvo XC90 bílnum hér á síðunni.

Í júlí einnig var opnaður spjallþráður, spjall.volvoklubbur.is. Einnig byrjaði nýr fréttaliður, en Mánudagsmyndin kemur alla mánudaga á síðuna.

Þann 24. ágúst var haldið upp á 40 ára afmæli Volvo 240 með afmælisakstri slíkra bíla. Góð mæting og vel heppnaður viðburður þar sem 21 Volvo 240 tóku þátt.

Í nóvember var haldin 1. árs afmælishátíð klúbbsins, en félagsmönnum var boðið í sal Brimborgar þar sem afmæliskaka var í  boði og heimildarmynd um sögu Volvo var sýnd. Um 30 félagsmenn mættu á þennan viðburð.

Helstu fréttir á síðunni í byrjun árs voru afslættir til félagsmanna, en nokkur slík tilboð komu í janúar og febrúar. Fjallað var reglulega um tilraunabíla Volvo sem framleiddir hafa verið í gegnum árin, og minnst var á 50 ára afmæli Volvo á Íslandi. Fjallað var um V8 Supercars rallýkeppnina þar sem Volvo var með keppendur.  Nokkrir merkilegir Volvobílar voru til sölu á árinu, og var fjallað um nokkra þeirra hér. Nýtt efni á síðunni var líka “Íslenskir bílar og eigendur“, en þar var fjallað um eigenda á Volvo 264 bíl sem er á Norðurlandi.

 

 

Comments are closed.