Árlegi áramótarúnturinn

Árlegi áramótarúnturinn verður á sínum stað 31. desember kl. 13:00, en farið verður frá Perlunni og ekið um bæinn og endað í IKEA. Mæting hefur verið góð í þennan viðburð síðustu ár, en veðráttan ræður þó oft mætingunni. Við höfum verið að sjá um og yfir 20 bíla þegar best viðrar. Þetta er líka tilvalið tækifæri til að ræða við aðra félagsmenn og sjá aðra volvo bíla. Látið endilega sjá ykkur á planið við Perluna á gamlársdag. Skráning er á viðburðinn á Facebook og nánari upplýsingar um akstursleiðina. Endilega mætið með fjölskylduna og njótið þess að rúnta um bæinn í Volvo.

10653531_10204888918362152_4894118991928948894_n

Comments are closed.