Árlegur Hvolsvallarrúntur Volvoklúbbs Íslands

Fjórða árið í röð stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð á Hvolsvöll. Eins og fyrri ár var ferðin helst til fámenn en eins og venjulega mjög góðmenn. Fjórar bifreiðar lögðu af stað frá Shell við Vesturlandsveg og á Selfossi bættist einn við.

Eins og hin fyrri ár tóku Þór og frú höfðinglega á móti hópnum og gullfallegur 240 Volvo í hlaðinu fyrir framan Eldstó. Veður setti smá strik í reikninginn en leiðindarok var á Hvolsvelli sem takmarkaði áhuga manna á að skoða og sýna bílana.

Sögur og pælingar um Volvo bifreiðar fóru því að mestu fram innandyra á Eldstó þar sem menn kýldu vömbina með bakkelsi eða dúndur hamborgurum.

Comments are closed.