Fyrsti Volvo S60 T6 Polestar bíllinn er kominn í flotann hjá Áströlsku lögreglunni. Bíllinn er stilltur að þeirra þörfum og er 329 hestöfl og sex sílandera með 3 lítra vél, en hann mun verða fyrst um sinn til prufu í 12-18 mánuði. Bíllinn er með drif á öllum og munu lögreglumenn skila skýrslu um hvernig bíllinn sé að nýtast samanborið við þá afturdrifsbíla sem nú er í notkun þar.