Ákveðið hefur verið að bæta við þriðju vaktinni í Volvo bílaverksmiðjunni Torslanda í Gautaborg, en það skapar 1300 stöðugildi sem er nærri 40% aukning. Unnið verður á þremur vöktum til að mæta kröfum nýrra viðskiptavina og mikillar aukningu í sölu á Volvo bílum. Samhliða þessu opnar nýtt verksmiðjuhús og verður því hægt að framleiða 300.000 volvo bíla á ári. Tilkynningu frá VolvoCars má lesa hér.