Fleiri afslættir fyrir félagsmenn

Félagsmenn í Volvoklúbbnum fá afslátt hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Nú hafa AB varahlutir, Aðalskoðun og Poulsen bæst í hópinn. Athugið sýna þarf gilt meðlimakort til að nýta afsláttinn. Kíkið á alla afslættina hér. AB varahlutir www.abvarahlutir.is 15% afsláttur af öllum vörum Aðalskoðun www.aðalskodun.is 15% afsláttur af aðalskoðun Poulsen www.poulsen.is 10-20% afsláttur, 40% afsláttur af síum  

Skúrinn: Volvo 240 V8

Gallery

Skúrinn er nýr liður hérna á síðunni og munum við reglulega heimsækja bílskúra landsins þar sem verkefnið er Volvo tengt. Þeir sem liggja á skemmtilegum verkefnum og vilja deila því með okkur mega endilega senda okkur póst á postur@volvoklubbur.is, merkt Skúrinn. Skúrinn heimsækir að þessu sinni Benedikt Arnar, en hann vinnur nú að nokkuð óvenjulegu en afar áhugaverðu verkefni. Við Lesa meira →

Hópferð í Borgarnes 10. maí

Laugardaginn 10. maí ætlar Volvoklúbburinn að efna til hópferðar í Borgarnes á stórsýningu Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Áætlað er að leggja af stað frá Shell Vesturlandsvegi um kl. 13:00 svo mætið tímanlega. Hér má finna viðburðinn á Facebook Vonumst til að sjá sem flesta! Stjórnin

Viðburðir í apríl

Volvoklúbburinn stefnir á öflugt og viðburðarríkt ár. Núna í lok apríl eru tveir viðburðir á dagskrá, en þeir eru eftirfarandi: Fyrsti Volvorúntur sumarsins (24/04/2014) Við ætlum að hittast á planinu hjá IKEA í Kauptúni 4 í Garðabæ kl. 16:00 og í framhaldi af því að taka hóprúnt. ATH! Ef páskahretið heldur áfram að kvelja okkur með hríðarbyl og veseni munum Lesa meira →

Áramótarúntur Volvoklúbbsins

Fyrsti “óformlegi” rúntur Volvoklúbbsins verður á gamlársdag, 31. desember kl 14:00. Síðustu ár hefur það verið hefð að volvomenn hittist á gamlársdag og beri saman bíla sína. Hugmyndin er að hittast á neðra planinu hjá Perlunni og í framhaldi af því verður tekinn hópakstur um bæinn. Leiðarlýsing: Frá Perlunni keyrum við Bústaðarveg og út á Snorrabraut, beygjum inn á Laugarveg Lesa meira →