Hvolsvallarrúnturinn 2022

Laugardaginn 11.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hóprúnt á Hvolsvöll. Þetta er í níunda skipti sem klúbburinn stendur fyrir þessum viðburði og er þetta elsti fasti viðburður klúbbsins. Samkvæmt venju hittist hópurinn við fyrrverandi Skeljungsstöðina við Vesturlandsveg. Í ár var hópurinn mjög heppinn með veður og var oftar en ekki kærkomið að setjast inn í bílana, allavega þá sem voru með Lesa meira →

Safnarúnturinn 2022

Volvoklúbbur Íslands stóð fyrir hópferð annað árið í röð undir heitinu Safnarúntur. Í fyrra var Reykjanesið heimsótt en í ár voru uppsveitir Árnessýslu heimsóttar. Ákveðið var að fara fyrr af stað en við höfum gert í dagsrúntum og lagði glæsileg átta bíla Volvolest af stað frá Olís Norðlingaholti á slaginu 10:00 í blíðskaparveðri. Fyrsta stopp lestarinnar var á N1 planinu Lesa meira →

Skúrahittingur og Safnarúntur

Volvoklúbbur Íslands ætlar að standa fyrir hópferð laugardaginn 21.maí. Við ætlum að taka daginn snemma og stefnum á að leggja af stað úr bænum klukkan 10:00 á laugardagsmorgunn og tökum stutt stopp á Selfossi. Næsta stopp eftir Selfoss verður skúraheimsókn en Volvoklúbbnum var boðið að koma og skoða glæsilegan Volvo 140 sem leynist á suðurlandinu. Frá skúraheimsókninni ætlum við að Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 2021

Um síðastliðna helgi var farin árleg ferð Volvoklúbbsins um suðurlandið. Eins og venjan er þá hittist hópurinn við gömlu Shell stöðina við Vesturlandsveg á laugardagsmorgni. Það var heldur fámennt í ár enda helgin undirlögð af útskriftarveislum og veðurguðirnir ekki hliðhollir okkur þetta árið. Næsta stopp var N1 planið á Selfossi og þar biðu hópsins tveir stórglæsilegir 240 bílar sem líta Lesa meira →

Laugardagsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Næstkomandi laugardag (29.maí) stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri ferð sinni um Suðurlandið. Þessi ferð hefur verið fastur liður hjá klúbbnum frá stofnun hans og verið mjög vel sótt bæði af meðlimum klúbbsins og oftar en ekki fólk sem ekki er í klúbbnum sem flýtur með enda ekki gerð nein krafa um að vera meðlimur til að taka þátt. Eins og Lesa meira →

Safnaferð um Reykjanesið 15.maí

Þann 15.maí stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir safnaferð um Reykjanesið og meðlimum boðið að heimsækja Slökkviminjasafnið í Reykjanesbæ og Byggðasafnið á Garðsskaga.Þetta var í fyrsta skipti sem Volvoklúbburinn stóð fyrir svona ferð og stjórnin var mjög ánægð með mætingu félagsmanna. Hópurinn lagði af stað frá Hafnafirði í aldursröð og beint á Slökkvisafnið. Safnið leynir mjög á sér en sennilega hafa flestir Lesa meira →

Reykjanes safnarúntur laugardaginn 15. maí

Laugardaginn 15. maí næstkomandi ætlar Volvoklúbbur Íslands að standa fyrir hópferð og skoða söfn á Reykjanesinu og vonumst við til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta. Stefnan er að hittast kl. 10:45 við bílastæði Icelandair í Hafnarfirði, Flugvellir 1, frá Ásbraut, og keyra þaðan í hópakstri á Slökkviliðsminjasafn Íslands, Njarðarbraut 3, Keflavík. Eftir að búið er að Lesa meira →

Félagsskírteini 2020 og 2021

Kæru félagar. Í dag sendum við síðustu skírteinin til meðlima fyrir árið 2020 frá okkur. Við erum með nokkur skírteini sem hafa ekki skilað sér á rétta staði og fengum endursend. Við ætlum að senda þau á nýjustu heimilisföng samkvæmt þjóðskrá. Um næstu mánaðarmót sendum við kröfu vegna árgjalds í félagið fyrir árið 2021. Það er fyrr en við erum Lesa meira →

Skúrahittingur – 1929 árgerð af Volvo vörubíl

Volvoklúbbur Íslands bauð meðlimum sínum að heimsækja Óla Árna en hann hefur síðustu tvö ár verið að endurgera 1929 árgerð af Volvo vörubíl sem hann flutti heim frá Svíþjóð. Þetta er framhaldsheimsókn en klúbburinn stóð fyrir sama skúrahittingi fyrir tveimur árum og því mjög gaman að koma aftur og sjá hvað mikið var búið að gera fyrir bílinn. Bíllinn er Lesa meira →

Hópferð Volvoklúbbs Íslands á Hvolsvöll

Sunnudaginn 7.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð um suðurlandið. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá stofnun klúbbsins og fer hópurinn stækkandi með hverju ári. Í þetta skipti lögðu af stað 10 bílar frá Reykjavík og óku í halarófu á Selfoss þar sem 5 bílar biðu á planinu fyrir aftan N1. Smá töf varð á brottför frá Selfossi þar sem á Lesa meira →

Árlegur Suðurlandsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Sunnudaginn 7.júni stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri hópferð um Suðurlandið. Þetta er rótgróinn viðburður og verður þetta í áttunda skipti sem þessi viðburður er haldinn og margir sem hafa mætt í öll skiptin. Brottför verður að venju við Shellstöðina við Vesturlandsveg og keyrt í halarófu til Hvolsvallar með stuttu stoppi á Selfossi. Í ár ætlum við að bjóða upp á smá Lesa meira →

Kvöldrúntur með Fornbílaklúbbnum

Þann 28.ágúst síðastliðinn héldu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands sameiginlegan viðburð fyrir félagsmenn sína. Þátttakendur hittust á bílaplaninu við Skautahöllina í Reykjavík þar sem hópurinn vakti mikla athygli. Um 30 bílar voru þar saman komnir og þar af um 1/3 meðlimir í Volvoklúbbnum. Leið hópsins lá frá Skautahöllinni og upp í Gufunesbæ þar sem hópnum var þjappað saman aftur eftir Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 1. júní

Laugardaginn 1.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir stuttri hópferð um Suðurlandið. Þetta var í sjötta skiptið sem þessi ferð er farin og fyrir suma er þetta orðinn fastur liður í að hefja ferðasumarið. Skipuleggjendur ferðarinnar voru ekki bjartsýnir á góða mætingu þegar í ljós kom að ferðin var farin í samkeppni við flugdaginn, sjómannahelgina og litahlaup en vegna fyrri reynslu á Lesa meira →

Að heimsækja Volvo – Ferð til Gautaborgar

Þann 27.apríl síðastliðinn heimsótti einn stjórnarmeðlimur Volvoklúbbsins verksmiðju Volvo í Gautaborg. Tekið er á móti hópnum í Visitor Center, þar stóðu nýjir Volvo XC40 og S60 ásamt gömlum Amazon. Í Visitor Center eru einnig afhentir nýjir bílar en á sumum mörkuðum er hægt að óska eftir að fá nýja bíla afhenta í Gautaborg, fá kennslu og prufurúnt á bílnum áður Lesa meira →

Bíltúr á Hvolsvöll á sunnudaginn

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hópakstri á sunnudaginn. Þetta verður fimmta árið í röð sem við stýrum Volvolest að Kaffi Eldstó á Hvolsvelli og hafa fyrri ferðir þótt heppnast mjög vel. Þessi viðburður er opinn öllum, engin krafa um að mæta á Volvo en áhugi á Volvobifreiðum er kostur. Brottför verður kl.11:00 frá Shell Vesturlandsvegi. Frétt um ferðina í fyrra – Lesa meira →

Árlegur Hvolsvallarrúntur Volvoklúbbs Íslands

Fjórða árið í röð stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð á Hvolsvöll. Eins og fyrri ár var ferðin helst til fámenn en eins og venjulega mjög góðmenn. Fjórar bifreiðar lögðu af stað frá Shell við Vesturlandsveg og á Selfossi bættist einn við. Eins og hin fyrri ár tóku Þór og frú höfðinglega á móti hópnum og gullfallegur 240 Volvo í hlaðinu Lesa meira →

Fjölskylduferð á Hvolsvöll

Það styttist í árlega ferð Volvoklúbbs Íslands á Hvolsvöll. Eins og fyrri ár eru allir Volvoáhugamenn velkomnir að slást með í för. Farið verður frá Shell við Vesturlandsveg klukkan 11:00 þann 25.maí, tekið stutt stopp á Selfossi ef einhverjir vilja bætast í hópinn þar og svo farið í fallegri Volvohalarófu til Hvolsvallar. Á Hvolsvelli munum við heimsækja Þór, en hann Lesa meira →

Mótorhjóla og fornbílasýning Rafta í Borgarnesi

Fjórða árið í röð stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð í Borgarnes á mótorhjóla og fornbílasýningu Rafta í Borgarnesi. Sýning verður flottari hjá þessum heiðursmönnum með hverju árinu og meðlimir og áhangendur Volvoklúbbsins eru einnig að verða duglegri að mæta. Viðburðurinn byrjaði á bílaplaninu hjá Bauhaus rétt fyrir hádegið. Þar mættu 14 bílar, þar af tveir sem voru ekki Volvo bifreiðar, Lesa meira →

Hvolsvallarrúntur 29.maí 2016

Það var fámennur en glaðbeittur hópur sem lagði af stað úr Reykjavík um hádegisbilið. Í hópnum var nýinnfluttur Volvo XC70, Volvo 850, Volvo 940se og svo aldurshöfðinginn 240 Volvo. Á Selfossi bættist svo annar Volvo 850 í hópinn og stefnan sett á Hvolsvöll. Eins og venjulega beið Þór á tröppunum og tók vel á móti hópnum. Tvö stykki Volvo 142 Lesa meira →

Volvo S90 frumsýndur í Gautaborg

Á meðan verksmiðjur Volvo hafa ekki undan við að framleiða nýja XC90 bílinn er komið að því að kynna litla bróður hans til leiks. Volvo S90 verður kynntur til sögunnar miðvikudaginn 2.desember og ætlar Volvo að sýna beint frá því á youtube síðu sinni. Ekki nóg með að viðburðurinn verður í beinni heldur verður um gagnvirka útsendingu að ræða þar Lesa meira →

Fjölskylduferð á Hvolsvöll

Laugardaginn 4.júní skelltu nokkrir Volvoáhugamenn sér saman í ferðalag austur á Hvolsvöll. Tilgangur ferðarinnar var að hittast, sjá bifreiðar félagsmanna og hlusta á nokkrar eðal Volvosögur hjá Þór á Eldstó. Bæjarstæðið á Eldstó er skreytt með tveimur glæsilegum Volvobifreiðum og fór Þór yfir sögu þeirra beggja fyrir hópinn. Svo settist hópurinn niður og nærði sig á heimsklassa tertusneiðum. Að þeim Lesa meira →

VIP Volvo Forsýning

Í kvöld var haldin sérstök VIP forsýning á nýja XC90 bílnum frá Volvo. Á sýninguna mættu tæp 400 manns til að bera nýja vagninn augum en mikil leynd hefur verið yfir honum og komu sýningarbílarnir í hálfgerðum huliðsklæðum til landsins þannig að innanbúðarmenn í Brimborg fengu ekki einu sinni forsmekk að því sem væri komið. Sýningin var haldin í Listasafni Lesa meira →

Cross Country línan stækkar

Meðan vetur konungur gerir okkur lífið leitt er ekkert skemmtilegra en að láta sig dreyma um að eiga Volvo í XC línunni. Til að byrja með komu þessir bílar eingöngu í 70 línunni frá Volvo og svo fljótlega í 90 línunni. Þeir sem hafa átt bíla í XC útgáfu frá Volvo þekkja þá fyrir afburða aksturseiginleika við erfið skilyrði og Lesa meira →

Byrjað að kynna næstu kynslóð XC90

Markaðsdeild Volvo er farin að auglýsa næstu kynslóð af XC90 jeppanum sem margir eru búnir að bíða spenntir eftir í nokkur ár en þeir ætla að láta sér nægja að byrja á að sýna okkur bílinn að innan. Þeir sem eru vanir vinnuumhverfinu í gamla 90 bílnum sjá strax að algjör umbylting hefur átt sér stað og hefur Volvo aldrei Lesa meira →

Næsta kynslóð barnabílstóla frá Volvo

Volvo eru byrjaðir að kynna næstu kynslóð barnabílstóla. Hugmyndin er svo einföld að það er í sjálfu sér ótrúlegt að engum hafi dottið þetta í hug fyrr. Hver kannast ekki við leiðindin og vesenið að færa þessa stóru og fyrirferðamiklu barnabílstóla á milli bíla þegar verið er að redda foreldrunum með að sækja börnin í leikskólann eða þegar þau eru Lesa meira →

Techno Classica 2014

Það eru sennilega ekki margir sem kannast við bílasýninguna Techno Classica. En sýning þessi dregur að sér um 200.000 gesti frá meira en 40 löndum. Sýningin er stærsta bílasýning sem haldin er innandyra fyrir klassíska bíla. Hugmyndin með sýningunni er að reyna að draga fram og sýna ástríðuna sem fylgt hefur mótoriðnaðinum í gegnum tíðina. Sýningin hefur komið mörgum bílaframleiðendum Lesa meira →