Volvo hópakstur til Hvolsvallar

Árlegur rúntur Volvoklúbbs Íslands og einn af þeim viðburðum sem hefur verið haldinn á hverju ári frá stofnun klúbbsins. Eins og fyrri ár verður lagt af stað laugardaginn 11. júní klukkan 11:00 frá Shell stöðinni við Vesturlandsveg í Reykjavík. Leiðin liggur síðan yfir Hellisheiði og tökum við stutt stopp fyrir aftan KFC/N1 á Selfossi. Hópurinn ekur síðan áfram austur og Lesa meira →

Safnarúntur um Suðurland 21. maí

Minnum á þessa metnaðarfullu ferð n.k. laugardag. Aðeins fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjald 2022 og skráningarskylda. Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hópferð laugardaginn 21.maí um Suðurland. Við ætlum að taka daginn snemma og stefnum á að leggja af stað úr bænum klukkan 10:00 og taka stutt stopp á Selfossi. Næsta stopp eftir Selfoss verður skúraheimsókn en Volvoklúbbnum var boðið að Lesa meira →

Frábær heimsókn í Velti

Í dag buðum við félagsmönnum í heimsókn í Velti, atvinnutækjasvið Brimborgar, en þeir eru til húsa í Hádegismóum 8 í Árbæ. Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis tók vel á móti okkur og fræddi gesti um stærð húsnæðis og almennar upplýsingar um starfsemina. Hann sýndi okkur svo allt húsið og var endað í mötuneytinu á efri hæð hússins í volvo vöfflum og Lesa meira →

Heimsókn í Velti 30. apríl

Volvoklúbburinn stendur fyrir heimsókn á verkstæði Veltis að Hádegismóum 8 í Árbæ, laugardaginn 30. apríl næstkomandi kl. 13:00. Viðburðurinn stendur í u.þ.b. tvo tíma og verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Skráningarskylda verður í viðburðinn, sem er fyrir félagsmenn Volvoklúbb Íslands.  Skráning verður í gegnum viðburð á fésbókinni. Framkvæmdastjóri Veltis mun taka á móti okkur, kynna starfsemina og sýna húsnæðið Lesa meira →

Níunda aðalfundi félagsins lokið

Í dag héldum við níunda aðalfund félagsins frá stofnun þess. Góð mæting var á fundinn en 10 félagar og þrír stjórnarmenn tóku þátt í viðburðinum. Ragnar var fundarstjóri og kynnti dagskránna. Magnús fór yfir ársreikning sem var samþykktur á fundinum. Lögð var fram tillaga að hækkun á félagsgjaldi fyrir árið 2023 sem var samþykkt á fundinum. Gjaldið hækkar upp í Lesa meira →

Aðalfundur þriðjudaginn 5. apríl kl. 18:00

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Óskað er eftir framboðum til varamanna. Vonumst til að sjá sem flesta. Skráning fer fram á viðburði á facebook. Dagskrá: Lesa meira →

Afsláttur hjá Bifvélavirkjanum í Hafnarfirði

Við fáum oft spurningar hvar best sé að fara með bílinn í þjónustu og viðgerð. Við getum svo sannarlega mælt með þjónustu og sérþekkingu á Volvo bílum hjá Bifvélavirkjanum í Norðurhellu 8, Hafnarfirði. Bifvélavirkinn býður félagsmönnum Volvoklúbbsins 10% afslátt af vinnu gegn framvísun skírteinis. Bifvélavirkinn er sérhæft Volvo verkstæði. Þar eru almennar viðgerðir, stærri aðgerðir, bilanagreining, smurþjónusta og margt fleira. Lesa meira →

MG Hreinsun býður félagsmönnum afslátt

MG hreinsun hafði samband og vildi bjóða félagsmönnum afslátt af bílaþvott og vinnu. Hvetjum ykkur til að kanna þessa þjónustu. Fjölbreytt þjónusta er í boði hjá MG hreinsun, Gufubílabón, djúphreinsun og óson sótthreinsun bíla. Afslættir hjá öðrum fyrirtækjum má finna hér. MG Hreinsun bíður félagsmönnum 20% afslátt af bílaþvotti og 10% afslátt af vinnu. Facebook síða MG Hreinsun. Sími: 7838772 Lesa meira →

Heimsókn í Velti 30. apríl

Kæru félagsmenn. Volvoklúbburinn stendur fyrir heimsókn á verkstæði Veltis að Hádegismóum 8 í Árbæ, laugardaginn 30. apríl næstkomandi kl. 13:00. Viðburðurinn stendur í u.þ.b. tvo tíma og verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Skráningarskylda verður í viðburðinn, sem er fyrir félagsmenn Volvoklúbb Íslands.  Skráning verður í gegnum viðburð á fésbókinni þegar nær dregur. Framkvæmdastjóri Veltis mun taka á móti okkur, Lesa meira →

Nýtt félagskort komið í flest hús

Kæru félagar. Við sendum ykkur bréf með póstinum síðasta miðvikudag og fengum fréttir að fyrstu viðtakendur á landsbyggðinni hefðu fengið kort inn um lúguna sína á föstudegi. Félagar á höfuðborgarsvæðinu voru svo að fá bréfið til sín í þessari viku og mögulega eru einhverjir enn að bíða eftir póstmanninum. Við vonum allavega að langflestir séu komnir með bréfið frá okkur. Lesa meira →

Skírteini fara í póst á mánudaginn

Kæru félagar. Félagskírteini fara í pökkun á mánudaginn og verða send með Íslandspósti til þeirra sem hafa greitt fyrir þann tíma. Um 290 félagsmenn hafa þegar greitt félagsgjaldið 2022. Með skírteininu í ár fylgir merkt lyklakippa og fréttabréf. Enn eiga nokkrir eftir ógreitt og hvetjum við þá til að klára það um helgina, en krafa ætti að liggja í heimabanka Lesa meira →

Volvo C40 Recharge tilnefndur til verðlauna

Volvo C40 Recharge hefur verið tilnefndur til verðlauna í flokknum Lúxusbíll ársins í Heimsbílaverðlaununum 2022, World Car Awards. Dómnefndin samanstendur af 102 alþjóðlegum bílablaðamönnum frá 33 löndum og verður sigurvegari tilkynntur þann 13. apríl næstkomandi. Kynntu þér allt um C40 Recharge hér: https://bit.ly/3ITrRMi  

Nýskráningar og árgjald 2022

Kæru félagsmenn. Þessar vikurnar erum við á fullu að undirbúa félagskírteini, fréttabréf og undirbúa viðburði ársins 2022. Enn er tími til að skrá sig og greiða ársgjald, en best er að klára það sem fyrst til að vera með í fyrstu stóru sendingu ársins frá okkur, þegar við sendum út félagsskírteini, fréttabréf og gjöf til félagsmanna í póstsendingu. Auðvelt er Lesa meira →

Áramótaakstri lokið

Kæru lesendur og félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbs Íslands þakkar fyrir árið og sendir ykkur áramótakveðjur. Í dag var síðasti viðburður félagsins haldinn, árlegi áramótaaksturinn. Það komu 19 bílar í aksturinn í dag, sem hófst í Laugardal þar sem félagar áttu góða stund í spjalli í langan tíma þar til aksturinn hófst. Ekið var úr hverfinu og að næstu hraðbraut í gegnum Lesa meira →

Áramótaakstur 31. desember kl. 13:00

Okkar árlegi áramótaakstur verður á sínum stað á gamlársdag, föstudaginn 31. desember kl .13:00. Hisst verður í Laugardalnum á bílastæðinu við Húsdýra- og skautahöllina eins og undanfarin ár. Aksturinn í ár verður til heiðurs Sigurði Unnsteinssyni sem lést í haust eftir skamma baráttu við erfið veikindi. Margir félagsmenn þekkja eða kannast við Sigurð heitinn, en hann var búsettur í Danmörku Lesa meira →

Félagsgjaldið 2022 komið í heimabankann

Kæru félagar. Félagsgjaldið fyrir árið 2022 er orðið sýnilegt í heimabankanum ykkar. Gjalddaginn er 1. desember og eindaginn 3. janúar 2022. Gjaldið er óbreytt frá stofnun félagsins, 2000 kr. Skírteini og fréttabréf verða send út eftir miðjan janúar 2022 til félagsmanna. Viðburðir næsta árs verða kynntir ásamt helstu fréttum ársins. Yfir 300 félagsmenn eru í félaginu og nýskráningar hafa aldrei Lesa meira →

Volvo 850 er 30 ára

Volvo 850 týpan fagnar nú 30 ára afmæli. Þessir bílar hafa verið vinsælir á Íslandi um árabil og bílar sem hafa enst vel og reynst vel á Íslandi. Fyrstu Volvo 850 bílarnir komu til Íslands árið 1992. Á Íslandi voru þessir bílar meðal annars notaðir af Lögreglunni. Árið 1991 sýndi Volvo á sér nýjar hliðar og kynnti til sögunnar Volvo Lesa meira →

Breytingar í stjórn félagsins

Við héldum aðalfund félagsins í síðustu viku og voru nokkrar breytingar á stjórn félagsins í kjölfar kosninga. Guðjón Davíðsson og Davíð Sigvaldason komu inn í aðalstjórn en Guðjón hafði áður verið varamaður. Oddur og Hafsteinn fór úr aðalstjórn og í varastjórn. Kjartan Guðjónsson gaf ekki kost á sér til varamanns. Ársreikningur og skýrsla stjórnar var lesin upp og samþykkt. Aldrei Lesa meira →

Minnum á aðalfundinn 17. mars – óskað eftir framboðum

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Drykkir í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir. Óskað er eftir framboðum í stjórn og varastjórn. Framboðum skal skila í pósthólfið postur(hja)volvoklubbur.is Lesa meira →

Aðalfundur 2021 – 17. mars

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir. Vonumst til að sjá sem flesta. Skráning á viðburðinn er á fésbókarsíðunni okkar. Lesa meira →

Volvo 240 á Héraði

Við segjum frá einum klassískum fjölskyldubíl með sögu sem margir tengja við. Volvo 240 GL árgerð 1987 sem er í áratugi í eigu sömu fjölskyldunnar. Eigandi bílsins er ungur og fékk hann hjá ömmu sinni og afa. Bílinn var aftur settur á götuna í ágúst 2020 eftir að hafa verið lagt árið 2007 þegar annar bíll kom á heimilið. Bílinn Lesa meira →

Félagsskírteini, næla og fréttabréf

Kæru félagsmenn. Skírteini ársins 2021 er farin úr prentun og í póstinn. Flestir ættu að fá þetta í dag eða á næstu dögum, eftir dreifingar leiðum póstsins. Með félagsskírteininu í ár fylgir Volvo næla, innflutt af umboðinu á Íslandi og keypt af Volvoklúbbinum. Einnig fylgir árlegt fréttabréf sem verður einnig rafrænt á heimasíðunni okkar. Við ákváðum á stjórnarfundi á síðasta Lesa meira →

Yfir 660 volvo ljósmyndir hér á vefnum

Frá því Volvoklúbbur Íslands var stofnaður um haustið 2013 þá hafa verið haldnir um 5-7 viðburðir ár hvert. Við höfum reynt að taka ljósmyndir á öllum okkar viðburðum og geymum við þær myndir hér á síðunni undir flipanum “Félagsstarfið“.  Myndirnar eru ekki alveg í tímaröð en þær eru merktar með ártali og viðburði. Endilega kíkið á þetta ljósmyndasafn okkar, sem Lesa meira →

Glæsilegur Amazon til sölu

Það er ekki í hverri viku sem fornbílaeigendum býðst að kaupa Volvo Amazon á Íslandi. Í dag er einn slíkur til sölu, Volvo Amazon árgerð 1966. Bílinn er með B-23 vél og 5 gíra kassa með MSD kveiku. Nýtt púst frá grein og aftur. Ásett verð er 1 milljón króna. Eigin þyngd bílsins er 1180 kg. Bíllinn er með númer Lesa meira →

Gleðilegt nýtt ár

Stjórn Volvoklúbbs Íslands óskar öllum félagsmönnum gleðilegs nýs árs. Þökkum fyrir samfylgdina á árinu. Við höfum nú sent út greiðsluseðla í heimabankann sem er á gjalddaga 4. janúar 2021 og eindaga 15. janúar 2021. Við hvetjum félagsmenn til að greiða tímanlega svo hægt verið að senda út félagskírteini og glaðning til sem flestra í einu. Búið er að hanna ný Lesa meira →

Vel mætt í áramótaaksturinn

Við vorum með síðasta viðburð ársins í dag, gamlársdag. Það voru 14 glæsilegir Volvo bílar sem mættu í Laugardalinn, þar sem við höfum byrjað aksturinn síðustu árin. Eftir gott spjall var ekið af stað Múlaveginn út úr Laugardalnum út á næstu hraðbraut. Fyrsta stopp var í Grafarvogi við Borgarholtsskóla. Mjög vel gekk að halda röðina í þessum akstri og skiluðu Lesa meira →

Áramótaakstur á gamlársdag

Áramótaakstur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. desember og hefst kl. 13:00 við bílastæðið við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal, Múlaveg 1, líkt og síðustu árin. Að þessu sinni verður ekið stóran hring um Grafarvog og stoppað á bílastæði Borgarholtsskóla við Mosaveg. Klárum hringinn í Grafarvogi og endum á bílastæði Menntaskólans við Sund, við Gnoðarvog. Sem fyrr eru allir Volvo Lesa meira →