Skúrhittingur í Garðabæ – Myndir

Við buðum uppá skúrviðburð í Nóvember fyrir okkar félagsmenn og tókst hann virkilega vel. Við fengum boð um að koma skoða nokkra eldri Volvo bíla, allt frá Volvo 745 yfir í Volvo 850. Mætingin var góð en gjaldkerinn taldi 22 gesti. Boðið var uppá kaffi og kökur í tilefni 11 ára afmælis félagsins. Eigandi bílana sagði okkur frá þeim verkefnum Lesa meira →

Skúrviðburður í Garðabæ 10. nóvember

Volvoklúbburinn býður félagsmönnum að mæta í Skúrhitting í Garðabæ, sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00. Félagi okkar hann Bartosz Chimiel opnar skúrinn sinn, sem hann leigir ásamt vinum sínum. Hann á marga Volvo bíla sem hann mun sýna okkur og segja frá.Volvoklúbburinn býður upp á gos og léttar veitingar í þessum viðburði. Staðsetning er Suðurhraun 2 í Garðabæ, Skúrbil B4. Þetta Lesa meira →

Innflutningur á Volvo 66 til Íslands eftir að hafa fundist í hlöðu í Danmörku

Aðsend grein eftir Konrad Korabiewski, sem er búsettur á Íslandi og er að flytja inn Volvo 66 árgerð 1975, en þessir bílar voru seldir af Velti HF á sínum tíma á Íslandi. Við fáum frekari fréttir þegar bíllinn er kominn til landsins. Volvo 66 – 1975, bjargað úr hlöðu í Danmörku. – Eftir Konrad Korabiewski Um daginn varð ég fyrir Lesa meira →

Gamla fréttin – Þegar Volvo 240 vann í sparakstri!

Já, ótrúlegt en satt en í maí mánuði 1983 fór fram þessi árlega sparaksturskeppni BÍKR (Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur) en þar sigraði Volvo 240 GL í flokki bensínbíla með vélarstærð 2300CC með 7,3 lítra eyðslu á 100 km. En í flokki 2100cc sigraði Volvo 240DL með 7,35 lítra eyðslu á 100 km. Þetta var auðvitað ekkert annað en stórsigur eins og Veltir Lesa meira →

Síðustu Volvo C202 Laplander voru sendir til Íslands

Í maí 1983 var ljóst að síðustu framleiddu Volvo C202 Laplander voru sendir til Íslands. Framleiðslan var hætt í Ungverjalandi og var því Veltir HF með síðustu eintökin í heiminum til sölu. Um 70 Lapplander bílar komu því til Íslands í sölu. Þjónustustjóri Veltis á þessum tíma fór í sérstaka sýningarferð um landið með tvo bíla. Var þessi hringferð vel Lesa meira →

Volvo Laplander bílar á Íslandi

Áhugi á Volvo Laplander er töluverður á Íslandi og eiga bílarnir hér langa sögu. Þeir sem vel þekkja til telja að ekki fleiri en 7 bílar séu ökuhæfir á Íslandi af Laplander kynslóðinni. Mun fleiri eru þó til en óökuhæfir. Hér verður stiklað á stóru í þeirri sögu og upplýsingum sem hægt er að nálgast á netinu. Til er Facebook Lesa meira →

Vestfjarðarleið – Uppgerð á Volvo Laplander 1980

Í ónefndum skúr á ónefndum stað á Íslandi er skemmtilegt skúrverkefni í gangi og hefur staðið í allmörg ár. Fyrir mörgum ár var Jóhannes Ellertsson hjá Vestfjarðarleið með þetta verkefni að breyta Volvo Laplander árgerð 1980, bílnúmer (R50004), en bíllinn var þá ekinn aðeins 500 km. Bíllinn stóð í mörg ár ókláraður. Síðustu ár hefur hinsvegar Lárus Eiríksson nokkur unnið Lesa meira →

Á Volvo Laplander frá Íslandi til Evrópu á ferðalagi 1985

Jón Þór Þorleifsson var á unglingsárunum þegar fjölskylda hans ákvað að fara í evrópureisu á Volvo Laplander (G-8060). Þetta var árið 1985 og var farið í 3ja vikna ferð um Evrópu.  Bíllinn var sendur með flutningaskipi til Kaupmannahafnar þar sem ferðalagið hófst. Þau voru 8 saman í þessum bíl á þessu ferðalagi og vakti bíllinn mikla athygli. Var þetta stórfjölskyldan, Lesa meira →

350 félagsmenn í Volvoklúbbi Íslands

Félagsmenn hafa aldrei verið fleiri, en núna höfum við staðfesta 350 félaga sem greiða félagsgjöld hjá okkur. Við í stjórninni erum auðvitað mjög stoltir yfir þessum fjölda en jafnt og þétt hefur bæst við í hópinn síðustu árin. Fjölmargir félagar hafa verið með frá upphafi, en nýskráningar eru alltaf að aukast á milli ára. Einfalt er að skrá sig hér Lesa meira →

35 ár frá frumsýningu Volvo 440 á Íslandi

Í vor voru 35 ár síðan Brimborg frumsýndi Volvo 440 á Íslandi, eða vorið 1989. Var þar glæsilegur sýningarsalur í Faxafeni 8. Alls seldust 32 bílar af þessum glæsilega bíl á frumsýningarhelginni. Á þessum árum var Volvo 440 auglýst sem tímamótabifrið með beinni innspýtingu og lúxus innréttingu, en þessi bíll kom mjög vel útbúinn eins og listað er upp í Lesa meira →

Volvo gjafavörur til sölu á Íslandi

Brimborg hefur nú auglýst volvo gjafavörur til sölu og geta félagar í Volvoklúbbi Íslands mætt þar með félagskírteini og fengið afslátt af þessum vönduðu vörum. Mikil áhersla er lögð á endurskin í þessum vörum.  Hægt að skoða vörur í sýningarsal Brimborgar eða panta í gegnum tölvupóst volvomottaka@brimborg.is. Tryggjum að gangandi, leikandi og hjólandi að sjáist vel núna í skammdeginu. Fótbolti Lesa meira →

Vel heppnaður afmælisakstur 240 og 740 bíla

Í gær, laugardaginn 7. september stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir afmælisakstri til að heiðra Volvo 240 og Volvo 740 bílana sem áttu 50 ára og 40 ára afmæli. Við hittumst upp á Höfða og áttum gott spjall fram að akstrinum. Nokkrir bílar sem ekki hafa komið áður í viðburði félagsins voru í hópnum og er alltaf spennandi að sjá slíka bíla Lesa meira →

Afsláttur hjá Bílanaust fyrir félagsmenn Volvoklúbbsins

Félagar Volvoklúbbs Íslands geta nú fengið 15% afslátt hjá Bílanaust um allt land. Framvísið félagsskírteini og kynnið ykkur afsláttinn sem í boði er. Þökkum Bílanaust kærlega fyrir kjörin fyrir okkar félagsmenn. Fleiri afslættir hér á síðunni Tilboð og afslættir. Bílanaust, Bíldshöfða 12.  S: 535-900 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga: KL 8:00 – 18:00 Laugardögum: KL 10:00 – 16:00 Afslátturinn er heilt Lesa meira →

Afsláttur og fríðindi hjá Automatic ehf hjá félögum Volvoklúbbsins

Volvoklúbburinn hefur fengið afsláttarkjör fyrir félagsmenn hjá Automatic ehf. Endilega kynnið ykkur afsláttarkjör þar og hafið skírteini félagsins með í för. Fleiri afslætti má finna á síðunni okkar, Tilboð og afslættir. Þökkum Automatic kærlega fyrir fríðindin til okkar félagsmanna. Automatic ehf. Smiðjuvegur 42, Kópavogi – Rauð gata. Stakkahraun 1, 220 Hafnarfjörður. Sími 512-3030.  pantanir@automatic.is Opnunartími: Virka daga 08:00 – 17:00, Lesa meira →

Gerði Volvo 850 jeppan óþarfan?

Það hafa margar eftirminnilegar volvo auglýsingar birtst hér í blöðunum síðustu áratugi. Margar góðar pælingar og óteljandi slagorð sem birtust. Þegar Volvo 850 bíllinn kom til landsins í lokárs 1992 var um að ræða gríðarlega velbúinn bíl, og loksins var kominn vandaður framdrifsbíll frá volvo. En markaðsmenn voru að spá í hvort þessi frábæri bíll myndi hreinlega leysa af jeppann Lesa meira →

Gamla auglýsingin – Bílagallerý Faxafeni 8

Margir eiga eflaust minningar þegar Brimborg var í Faxafeni 8 og opnaði þar glæsilegan 1000 fm sýningarsal sem þeir kölluðu Bílagallerý. Árið 1989 var hægt að kaupa glænýjan Volvo 740, Volvo 240 og Volvo 440 beint úr þessum sýningarsal. Í apríl 1989 var Volvo 440 frumsýndur á Íslandi og seldust 32 eintök af bílnum þá helgi og var hann metsölubíll Lesa meira →

Seinni dagur safnaferðar í Svíþjóð

Hópurinn í safnaferð Volvoklúbbsins átti frábæran dag í Gautaborg, þrátt fyrir að einhver rigning hafi látið sjá sig. Í byrjun dags var farið á stað þar sem hægt var að skoða arfleið volvo bíla, og margir af elstu bílum Volvo eru þar í geymslu. Eftir þessa frábæru safnaferð fór hópurinn í hádegis mat í Volvo Car höfuðstöðvunum í Gautaborg. Síðdegis Lesa meira →

Safnaferð Volvoklúbbsins í fullum gangi í Svíþjóð

Félagar og formaður Volvoklúbbs Íslands hafa nú flestir spókað sig um í Gautaborg í Svíþjóð í nokkra daga, en annar aðaldagurinn sem skipulagður var af Volvoklúbbnum var haldinn í dag. Nýja World of Volvo upplifunarsafnið var heimsótt og var mikil ánægja með upplifunina þar. Annar viðburður dagsins var í vöruhús volvo og vakti það einnig lukku. Það er ekki staður Lesa meira →

Safnaferð til Gautaborgar 21.-23. ágúst 2024

Í mörg ár hefur verið létt umræða um safnaferð til Svíþjóðar á meðal stjórnarmanna Volvoklúbbs Íslands og annara félagsmanna. Stjórnin ákvað svo sl. haust að taka slaginn og skipuleggja viðburði í Gautaborg, og hefur Ragnar formaður tekið allan hitann af þessari ferð og séð um skipulag og samskipti. Fyrirfram vissum við ekki hversu margir hefðu áhuga á slíkri ferð, ákveðið Lesa meira →

50 ára afmælisakstur Volvo 240 og 40 ára Volvo 740

Fyrir sléttum 10 árum síðan vorum við með frábæran viðburð vegna 40 ára afmælis volvo 240 bílana og nú ætlum við að endurtaka leikinn með tvöföldu afmæli Volvo 240 sem er nú 50 ára og Volvo 740 sem er 40 ára. Við vonumst til þess að orðið berist til allra eigenda Volvo 240 og Volvo 740 hér á landi og Lesa meira →

Glæsilegur Volvo 240 árgerð 1980 til sölu

Þessi glæsilegi Volvo 244GL hefur nú verið auglýstur til sölu. Bíllinn er árgerð 1980, sjálfskiptur og með númeri U1980.  Aksturinn aðeins 143.000 km og ásett verð 500.000 kr. Bíllinn er staðsettur á Djúpavogi á Austurlandi. Nánari upplýsingar hjá Emil í síma 8610040. Þennan bíl kannast einhverjir félagar Volvoklúbbsins við, en hann kom á safnaviðburð á Reykjanesi fyrir nokkrum árum og Lesa meira →

Norskir volvobílar hjá Lögreglunni í gegnum árin

Norska fyrirtækið Simarud Electronic AS hefur sett saman um 5000 lögreglubíla frá árinu 1974. Þar á meðal fjölmargir Volvo bílar, meðal annars 240, 245, 740, 940 og fleiri tegundir. Volvo 245 bílarnir voru sérstaklega útbúnir til að fara með hunda og annan sérútbúnað. Eins og við þekkjum hér á Íslandi þá tók Lögregluembættið inn fjölmarga Volvo bíla í gegnum árin Lesa meira →

Hollenskur Volvo Duett á ferð um landið

Þessi glæsilegi Volvo Duett hefur sést síðustu daga á ferð um Ísland. Sögunni fylgir að eigandinn sé Hollendingur sem átt hafi bílinn í 49 ár. Eigandinn hefur keyrt bílinn um allan heim, yfir Bandaríkin endilöng og Pan-American leiðina sem frá Suður Ameríku til Norður Ameríku. Einnig um Nýja Sjáland og eflaust mun víðar. Bíllinn kom að sjálfsögðu með Norrænu ferjunni Lesa meira →

Vel heppnuð grillveisla í júlí

Fyrstu grillveislu sumarsins er lokið hjá okkur og voru tæplega 30 félagar sem sáu sér fært að mæta ásamt fjölskyldu. Við vorum í Gufunesbæ í Grafarvogi og leigðum aðstöðuna þar. Veður var milt og gott og ekki yfir neinu að kvarta. Ingólfur var grillmeistari eins og áður og fjórir stjórnarmenn voru á svæðinu til að spjalla við gestina og aðstoða. Lesa meira →

Grill í Grafarvogi – Gufunesbæ

Árlega Volvo-grillið verður haldið þriðjudaginn 16. júlí og er fyrir félagsmenn okkar. Við höfum bókað grillsvæðið í Gufunesbæ í Grafarvogi, en við vorum síðast þar fyrir 5 árum. Veðurspáin er ágæt, og er gert ráð fyrir þurru veðri. Mæting kl. 18:00, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti. Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, Lesa meira →

Volvo árekstrarprófun á EX90 og EX30 – myndband!

Áður en Volvo setti EX90 á markaðinn, lagði sænski bílaframleiðandinn (þegar þekktur sem brautryðjandi í öryggismálum) ítrekað áherslu á hversu mikla vinnu hann hefði lagt í að hækka öryggið í nýjum rafjeppa sínum. Fyrirtækið gerði slíkt hið sama þegar EX30 var settur á markaðinn. Til að sanna öryggi EX30, þá framkvæmdi árekstrarprófunarstofa Volvo hliðaráreksturspróf þar sem stærsti bíllinn, EX90, keyrði Lesa meira →

Fleiri myndir frá Safnaferðinni um Suðurland

Við höfum bætt við fleiri myndum af okkar frábæru safnaferð um Suðurland sem farin var laugardaginn 18. maí. Eknir voru rúmlega 300 kílómetra leið fyrir þessa ferð en það stoppaði ekki félagsmenn og var mæting mjög fín. Við vorum að auki heppin með veður þessa Hvítasunnuhelgi svo útsýnið á leiðin var frábært, vel sást til Vestmannaeyja og einnig í jöklana Lesa meira →

Volvo 300 serían

Þegar þú hugsar um klassíska bíla frá Volvo, hvaða gerðir koma upp í hugann? Sennilega Amazon,  P1800 ES og 240, 740 eða 960. Volvo 300 serían, sem var framleidd í Hollandi á árunum 1976 til 1991 gleymist oft. Þar sem það var þegar til 100 sería og frá 1974 einnig 200 sería, valdi Volvo næstu hundraða röðina fyrir nýju gerðina. Lesa meira →

Sænska Torslanda Volvoverksmiðjan 60 ára

Verksmiðja Volvo í Svíþjóð, Torslanda, er orðin 60 ára. Verksmiðjan var vígð árið 1964 af Gustav VI Adolf konungi. Meira en 9 milljónir Volvo bíla hafa verið framleiddur í verksmiðjunni, en hún er nú skilvirkari en nokkru sinni áður. Í dag getur verksmiðjan framleitt 290.000 bíla á einu ári eða um 60 bíla á klukkustund. Starfsmenn eru á þremur vöktum Lesa meira →

Afmælistímarit komið í póstdreifingu

Kæru félagar. Um leið og við sendum ykkur sumarkveðju þá gleður okkur að tilkynna að gjöf ársins 2024 er nú komin í dreifingu hjá póstinum. Á allra næstu dögum og eflaust í byrjun næstu viku munu okkar félagsmenn fá A4 umslag frá okkur. Um er að ræða afmælisritið sem stjórn félagsins hefur unnið að hörðum höndum síðustu mánuði. Við vorum Lesa meira →