Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands fimmtudaginn 27. mars kl. 18:00

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30 í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Vonumst til að sjá sem flesta. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og ritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Breytingar á samþykktum Lesa meira →

Volvo Amazon safnari á Íslandi

Nýverið hafa verið auglýstir til sölu tveir Volvo Amazon bílar hjá Snæbirni Guðnasyni. Hann er þó enn með þrjá slíka bíla í skúrnum hjá sér og verður einn af þeim afhentur á næstunni og er seldur. Annar er einnig auglýstur til sölu, Volvo Amazon 122S, árgerð 1966,  2ja dyra. Sá er nánast ryðlaust eintak en eru loftgöt á gólfinu sem Lesa meira →

Volvo ES90 frumsýndur og væntanlegur til Íslands árið 2026

Volvo ES90 rafbíll var frumsýndur í dag. Bíllinn er stórglæsilegur lúxus fólksbíll. Hann er væntanlegur til Íslands í byrjun árs 2026 í fjórhjóladrifs útgáfu.  Bíllinn býður upp á allt að 700 km drægni og tekur aðeins um 10 mínútur að bæta við 300 kílómetra drægni í hraðhleðslu miðað við 350 kW. Þessi tegund verður eitt af flaggskipum Volvo næstu árin. Lesa meira →

50 ára klassík í djörfum litum

Þessi Volvo 242 DL árgerð 1975 er ansi djarfur í útliti í þessum “sierra orange” lit og lítur frábærlega út að innan. Þessir 242 bílar voru aðeins framleiddir í 10 ár, frá 1974-1984 og í aðeins 242,621 eintökum. Þessir tveggja dyra bílar hentuðu ekki öllum, en hægt var að fá þá beinskipta með yfirgír og sjálfskipta. Eins og flestir vita Lesa meira →

Félagsskírteini komin í pökkun

Kæru félagar. Það er ánægjulegt að tilkynna að félagskírteini ársins 2025, gjöf ársins og fréttabréf er komið í pökkun og verður sent í dreifingu á allra næstu dögum. Í ár er metfjöldi félagsmanna, eða 327 sem fá sendingu frá okkur. Gjöf ársins er frá Sérmerkt eins og oft áður. Vörumerking framleiðir kortin. Litróf prentar fréttabréf. Pökkun er hjá Ás Styrktarfélagi Lesa meira →

Volvo 780 – 40 ára afmæli

Í ár eru 40 ár síðan Volvo 780 bíllinn kom á götuna. Bíllinn var samstarf Volvo Car Corp og ítalska fyrirtækisins Bertone. Hönnunin kom frá Bertone á meðan að vélin og tækni kom frá Volvo og var sú sama og í 700 línunni. Það voru aðeins 8518 bílar framleiddir til ársins 1990 frá 1985. Bertone hannaði bílinn frá grunni og Lesa meira →

70 ár síðan Bandaríkin hófu að flytja inn Volvo bíla frá Svíþjóð

Í ágúst 1955 var fyrsti Volvo PV 444 affermdur í höfn í Long Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Bíllinn var með 70 hestafla B14A vél, sem var aðeins fáanleg fyrir Bandaríkjamarkaðinn.  Margir voru efins um þessa bíla í Bandaríkjunum á þessum tíma, en tveimur árum síðar var Volvo orðið næststærsta innflutningsmerki í Kaliforníu fylkinu og árið 1974 varð Bandaríkin stærsti Lesa meira →

Gulur Volvo P1800 til sölu á Akureyri

Nú í vikunni var auglýstur Volvo P1800, árgerð 1970. Þessir bílar eru afar sjaldgæfir hér á landi og teljast aðeins í örfáum eintökum. Þessi bíll sem auglýstur er var innfluttur árið 2004 til Íslands og hefur verið í geymslu frá þeim tíma og beðið uppgerðar. B20 mótor með beinni innspýtingu er í bílnum og rafmagns gírkassi með yfirgír. Bíll er Lesa meira →

Afsláttur hjá Ljósameistaranum

Nýr afsláttur og kjör voru að berast til félagsmanna Volvoklúbbs Íslands. Endilega skoðið þetta hjá Ljósameistaranum og sýnið skírteini til að fá þennan afslátt sem nefndur er hér fyrir neðan. Ljósameistarinn Volvoklúbbs meðlimir fá 15% afslátt hjá Ljósameistaranum af OZZ ljósum og 10% afslátt af XBB tengibúnaði og festingum til að festa ljós á bíla. Ljósameistarinn er með flott ljós, Lesa meira →

13 bílar í Áramótaakstri ársins 2024

Að vanda buðum við upp á áramótaakstur og hitting á gamlársdag. Við buðum upp á nýja akstursleið í ár, og fórum við í gegnum Breiðholtið, Hólahverfi, Fellahverfi, Seljahverfi og niður í neðra Breiðholt. Aksturinn gekk mjög vel. Það voru 11 bílar sem mættu á upphafsreitinn í Laugardalnum og tveir bílar bættust við þegar komið var í Breiðholtið. Við stoppuðum á Lesa meira →

Áramótaakstur 2024

Við endum árið með viðburði. Eins og allt árið er búið að vera metnaðarfullt í öllum viðburðum þá bjóðum við upp á glæsilegan hópakstur til að loka þessu afmælisári. Að vanda hefst aksturinn frá bílastæðinu við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal. Stefnan er tekin á Breiðholtið og keyrum við eftir hringveginum þar að mestu leiti. Ætlum að enda rúntinn í Lesa meira →

Ódýrasti XC90 T8 er til sölu á Akureyri

Elstu Volvo XC90 T8 bílar landsins eru að verða 10 ára gamlir og eru farnir að falla aðeins í verði. Síðustu ár hefur varla verið hægt að finna þessa bíla undir 5 milljónum. Ódýrasti XC90 T8 bíll landsins er á Bílasölu Akureyrar og kostar 2,9 milljónir rúmar. Bíllinn er ekinn töluvert, eða 342.000 km. Nýskráning bílsins er 12/2015. Bíllinn var Lesa meira →

Hjón fengu afhentan sinn 21. volvo frá Brimborg

Hjónin Kristján og Ingibjörg fengu afhentan glænýjan Volvo EX40 í dag, 20. desember. Var þetta þeirra 21. volvo sem þau eignast. Hreint ótrúlegt. Fjölmargir halda alltaf tryggð við eina bílategund, og eru margir hér á landi sem aðeins hafa átt volvo bíla. Þetta kom fram í tilkynningu frá Brimborg í dag ásamt meðfylgjandi ljósmynd.    

Skúrhittingur í Garðabæ – Myndir

Við buðum uppá skúrviðburð í Nóvember fyrir okkar félagsmenn og tókst hann virkilega vel. Við fengum boð um að koma skoða nokkra eldri Volvo bíla, allt frá Volvo 745 yfir í Volvo 850. Mætingin var góð en gjaldkerinn taldi 22 gesti. Boðið var uppá kaffi og kökur í tilefni 11 ára afmælis félagsins. Eigandi bílana sagði okkur frá þeim verkefnum Lesa meira →

Skúrviðburður í Garðabæ 10. nóvember

Volvoklúbburinn býður félagsmönnum að mæta í Skúrhitting í Garðabæ, sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00. Félagi okkar hann Bartosz Chimiel opnar skúrinn sinn, sem hann leigir ásamt vinum sínum. Hann á marga Volvo bíla sem hann mun sýna okkur og segja frá.Volvoklúbburinn býður upp á gos og léttar veitingar í þessum viðburði. Staðsetning er Suðurhraun 2 í Garðabæ, Skúrbil B4. Þetta Lesa meira →

Innflutningur á Volvo 66 til Íslands eftir að hafa fundist í hlöðu í Danmörku

Aðsend grein eftir Konrad Korabiewski, sem er búsettur á Íslandi og er að flytja inn Volvo 66 árgerð 1975, en þessir bílar voru seldir af Velti HF á sínum tíma á Íslandi. Við fáum frekari fréttir þegar bíllinn er kominn til landsins. Volvo 66 – 1975, bjargað úr hlöðu í Danmörku. – Eftir Konrad Korabiewski Um daginn varð ég fyrir Lesa meira →

Gamla fréttin – Þegar Volvo 240 vann í sparakstri!

Já, ótrúlegt en satt en í maí mánuði 1983 fór fram þessi árlega sparaksturskeppni BÍKR (Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur) en þar sigraði Volvo 240 GL í flokki bensínbíla með vélarstærð 2300CC með 7,3 lítra eyðslu á 100 km. En í flokki 2100cc sigraði Volvo 240DL með 7,35 lítra eyðslu á 100 km. Þetta var auðvitað ekkert annað en stórsigur eins og Veltir Lesa meira →

Síðustu Volvo C202 Laplander voru sendir til Íslands

Í maí 1983 var ljóst að síðustu framleiddu Volvo C202 Laplander voru sendir til Íslands. Framleiðslan var hætt í Ungverjalandi og var því Veltir HF með síðustu eintökin í heiminum til sölu. Um 70 Lapplander bílar komu því til Íslands í sölu. Þjónustustjóri Veltis á þessum tíma fór í sérstaka sýningarferð um landið með tvo bíla. Var þessi hringferð vel Lesa meira →

Volvo Laplander bílar á Íslandi

Áhugi á Volvo Laplander er töluverður á Íslandi og eiga bílarnir hér langa sögu. Þeir sem vel þekkja til telja að ekki fleiri en 7 bílar séu ökuhæfir á Íslandi af Laplander kynslóðinni. Mun fleiri eru þó til en óökuhæfir. Hér verður stiklað á stóru í þeirri sögu og upplýsingum sem hægt er að nálgast á netinu. Til er Facebook Lesa meira →

Vestfjarðarleið – Uppgerð á Volvo Laplander 1980

Í ónefndum skúr á ónefndum stað á Íslandi er skemmtilegt skúrverkefni í gangi og hefur staðið í allmörg ár. Fyrir mörgum ár var Jóhannes Ellertsson hjá Vestfjarðarleið með þetta verkefni að breyta Volvo Laplander árgerð 1980, bílnúmer (R50004), en bíllinn var þá ekinn aðeins 500 km. Bíllinn stóð í mörg ár ókláraður. Síðustu ár hefur hinsvegar Lárus Eiríksson nokkur unnið Lesa meira →

Á Volvo Laplander frá Íslandi til Evrópu á ferðalagi 1985

Jón Þór Þorleifsson var á unglingsárunum þegar fjölskylda hans ákvað að fara í evrópureisu á Volvo Laplander (G-8060). Þetta var árið 1985 og var farið í 3ja vikna ferð um Evrópu.  Bíllinn var sendur með flutningaskipi til Kaupmannahafnar þar sem ferðalagið hófst. Þau voru 8 saman í þessum bíl á þessu ferðalagi og vakti bíllinn mikla athygli. Var þetta stórfjölskyldan, Lesa meira →

350 félagsmenn í Volvoklúbbi Íslands

Félagsmenn hafa aldrei verið fleiri, en núna höfum við staðfesta 350 félaga sem greiða félagsgjöld hjá okkur. Við í stjórninni erum auðvitað mjög stoltir yfir þessum fjölda en jafnt og þétt hefur bæst við í hópinn síðustu árin. Fjölmargir félagar hafa verið með frá upphafi, en nýskráningar eru alltaf að aukast á milli ára. Einfalt er að skrá sig hér Lesa meira →

35 ár frá frumsýningu Volvo 440 á Íslandi

Í vor voru 35 ár síðan Brimborg frumsýndi Volvo 440 á Íslandi, eða vorið 1989. Var þar glæsilegur sýningarsalur í Faxafeni 8. Alls seldust 32 bílar af þessum glæsilega bíl á frumsýningarhelginni. Á þessum árum var Volvo 440 auglýst sem tímamótabifrið með beinni innspýtingu og lúxus innréttingu, en þessi bíll kom mjög vel útbúinn eins og listað er upp í Lesa meira →

Volvo gjafavörur til sölu á Íslandi

Brimborg hefur nú auglýst volvo gjafavörur til sölu og geta félagar í Volvoklúbbi Íslands mætt þar með félagskírteini og fengið afslátt af þessum vönduðu vörum. Mikil áhersla er lögð á endurskin í þessum vörum.  Hægt að skoða vörur í sýningarsal Brimborgar eða panta í gegnum tölvupóst volvomottaka@brimborg.is. Tryggjum að gangandi, leikandi og hjólandi að sjáist vel núna í skammdeginu. Fótbolti Lesa meira →

Vel heppnaður afmælisakstur 240 og 740 bíla

Í gær, laugardaginn 7. september stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir afmælisakstri til að heiðra Volvo 240 og Volvo 740 bílana sem áttu 50 ára og 40 ára afmæli. Við hittumst upp á Höfða og áttum gott spjall fram að akstrinum. Nokkrir bílar sem ekki hafa komið áður í viðburði félagsins voru í hópnum og er alltaf spennandi að sjá slíka bíla Lesa meira →

Afsláttur hjá Bílanaust fyrir félagsmenn Volvoklúbbsins

Félagar Volvoklúbbs Íslands geta nú fengið 15% afslátt hjá Bílanaust um allt land. Framvísið félagsskírteini og kynnið ykkur afsláttinn sem í boði er. Þökkum Bílanaust kærlega fyrir kjörin fyrir okkar félagsmenn. Fleiri afslættir hér á síðunni Tilboð og afslættir. Bílanaust, Bíldshöfða 12.  S: 535-900 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga: KL 8:00 – 18:00 Laugardögum: KL 10:00 – 16:00 Afslátturinn er heilt Lesa meira →

Afsláttur og fríðindi hjá Automatic ehf hjá félögum Volvoklúbbsins

Volvoklúbburinn hefur fengið afsláttarkjör fyrir félagsmenn hjá Automatic ehf. Endilega kynnið ykkur afsláttarkjör þar og hafið skírteini félagsins með í för. Fleiri afslætti má finna á síðunni okkar, Tilboð og afslættir. Þökkum Automatic kærlega fyrir fríðindin til okkar félagsmanna. Automatic ehf. Smiðjuvegur 42, Kópavogi – Rauð gata. Stakkahraun 1, 220 Hafnarfjörður. Sími 512-3030.  pantanir@automatic.is Opnunartími: Virka daga 08:00 – 17:00, Lesa meira →

Gerði Volvo 850 jeppan óþarfan?

Það hafa margar eftirminnilegar volvo auglýsingar birtst hér í blöðunum síðustu áratugi. Margar góðar pælingar og óteljandi slagorð sem birtust. Þegar Volvo 850 bíllinn kom til landsins í lokárs 1992 var um að ræða gríðarlega velbúinn bíl, og loksins var kominn vandaður framdrifsbíll frá volvo. En markaðsmenn voru að spá í hvort þessi frábæri bíll myndi hreinlega leysa af jeppann Lesa meira →

Gamla auglýsingin – Bílagallerý Faxafeni 8

Margir eiga eflaust minningar þegar Brimborg var í Faxafeni 8 og opnaði þar glæsilegan 1000 fm sýningarsal sem þeir kölluðu Bílagallerý. Árið 1989 var hægt að kaupa glænýjan Volvo 740, Volvo 240 og Volvo 440 beint úr þessum sýningarsal. Í apríl 1989 var Volvo 440 frumsýndur á Íslandi og seldust 32 eintök af bílnum þá helgi og var hann metsölubíll Lesa meira →