Breytingar í stjórn félagsins

Við héldum aðalfund félagsins í síðustu viku og voru nokkrar breytingar á stjórn félagsins í kjölfar kosninga. Guðjón Davíðsson og Davíð Sigvaldason komu inn í aðalstjórn en Guðjón hafði áður verið varamaður. Oddur og Hafsteinn fór úr aðalstjórn og í varastjórn. Kjartan Guðjónsson gaf ekki kost á sér til varamanns. Ársreikningur og skýrsla stjórnar var lesin upp og samþykkt. Aldrei Lesa meira →

Minnum á aðalfundinn 17. mars – óskað eftir framboðum

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Drykkir í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir. Óskað er eftir framboðum í stjórn og varastjórn. Framboðum skal skila í pósthólfið postur(hja)volvoklubbur.is Lesa meira →

Aðalfundur 2021 – 17. mars

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir. Vonumst til að sjá sem flesta. Skráning á viðburðinn er á fésbókarsíðunni okkar. Lesa meira →

Volvo 240 á Héraði

Við segjum frá einum klassískum fjölskyldubíl með sögu sem margir tengja við. Volvo 240 GL árgerð 1987 sem er í áratugi í eigu sömu fjölskyldunnar. Eigandi bílsins er ungur og fékk hann hjá ömmu sinni og afa. Bílinn var aftur settur á götuna í ágúst 2020 eftir að hafa verið lagt árið 2007 þegar annar bíll kom á heimilið. Bílinn Lesa meira →

Félagsskírteini, næla og fréttabréf

Kæru félagsmenn. Skírteini ársins 2021 er farin úr prentun og í póstinn. Flestir ættu að fá þetta í dag eða á næstu dögum, eftir dreifingar leiðum póstsins. Með félagsskírteininu í ár fylgir Volvo næla, innflutt af umboðinu á Íslandi og keypt af Volvoklúbbinum. Einnig fylgir árlegt fréttabréf sem verður einnig rafrænt á heimasíðunni okkar. Við ákváðum á stjórnarfundi á síðasta Lesa meira →

Yfir 660 volvo ljósmyndir hér á vefnum

Frá því Volvoklúbbur Íslands var stofnaður um haustið 2013 þá hafa verið haldnir um 5-7 viðburðir ár hvert. Við höfum reynt að taka ljósmyndir á öllum okkar viðburðum og geymum við þær myndir hér á síðunni undir flipanum “Félagsstarfið“.  Myndirnar eru ekki alveg í tímaröð en þær eru merktar með ártali og viðburði. Endilega kíkið á þetta ljósmyndasafn okkar, sem Lesa meira →

Glæsilegur Amazon til sölu

Það er ekki í hverri viku sem fornbílaeigendum býðst að kaupa Volvo Amazon á Íslandi. Í dag er einn slíkur til sölu, Volvo Amazon árgerð 1966. Bílinn er með B-23 vél og 5 gíra kassa með MSD kveiku. Nýtt púst frá grein og aftur. Ásett verð er 1 milljón króna. Eigin þyngd bílsins er 1180 kg. Bíllinn er með númer Lesa meira →

Gleðilegt nýtt ár

Stjórn Volvoklúbbs Íslands óskar öllum félagsmönnum gleðilegs nýs árs. Þökkum fyrir samfylgdina á árinu. Við höfum nú sent út greiðsluseðla í heimabankann sem er á gjalddaga 4. janúar 2021 og eindaga 15. janúar 2021. Við hvetjum félagsmenn til að greiða tímanlega svo hægt verið að senda út félagskírteini og glaðning til sem flestra í einu. Búið er að hanna ný Lesa meira →

Vel mætt í áramótaaksturinn

Við vorum með síðasta viðburð ársins í dag, gamlársdag. Það voru 14 glæsilegir Volvo bílar sem mættu í Laugardalinn, þar sem við höfum byrjað aksturinn síðustu árin. Eftir gott spjall var ekið af stað Múlaveginn út úr Laugardalnum út á næstu hraðbraut. Fyrsta stopp var í Grafarvogi við Borgarholtsskóla. Mjög vel gekk að halda röðina í þessum akstri og skiluðu Lesa meira →

Áramótaakstur á gamlársdag

Áramótaakstur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. desember og hefst kl. 13:00 við bílastæðið við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal, Múlaveg 1, líkt og síðustu árin. Að þessu sinni verður ekið stóran hring um Grafarvog og stoppað á bílastæði Borgarholtsskóla við Mosaveg. Klárum hringinn í Grafarvogi og endum á bílastæði Menntaskólans við Sund, við Gnoðarvog. Sem fyrr eru allir Volvo Lesa meira →

Volvo S60 Polestar til sölu

Einn öflugasti Volvo landsins bíðst nú á frábærum kjörum hjá Brimborg, þar er hægt að setja hvaða bíl sem er á 750.000 kr. uppí bílinn, það eina sem þarf er að bíllinn uppí sé á númerum, skoðaður og ökufær. Volvo S60 Polestar, Fjórhjóladrifinn 367 hestafla sjálfskiptur bensínbíll. Glæsilegur og einstakur bíll. Hann er búinn Borg Warner fjórhjóladrifi, 2,0 lítra vél Lesa meira →

Volvoklúbburinn orðinn 7 ára

Kæru félagar. Félagið okkar er nú orðið 7 ára, en Volvoklúbbur Íslands var formlega stofnaður þann 13. nóvember árið 2013 með fjölmennum stofnfundi. Við héldum síðast upp á 5 ára afmæli félagsins, en sökum stöðunnar í þjóðfélaginu þá verður ekki haldið upp á afmæli í ár með hittingi. Við höfum haldið um 40-50 viðburði frá stofnun félagsins, og erum bjartsýnir Lesa meira →

Hittingur og grill 1. júlí

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og grilli miðvikudaginn 1. júlí 18:30.  Hittst verður við Gullsléttu 12 (áður Lækjarmelur 12 við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar.  Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg. Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929. Ólafur hefur síðustu ár verið að gera Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn á morgun, 7. júní

Volvoklúbbur Íslands ætlar að fá sér góðan bíltúr um Suðurlandið, sunnudaginn 7.júní. Eins og venjulega er upphafspunktur ferðarinnar við Shell við Vesturlandsveg og brottför fljótlega upp úr kl.11:00. Við tökum svo stutt stopp við N1 á Selfossi en þar hafa alla jafna bæst við nokkrir gullmolar síðustu ár. Frá Selfossi liggur síðan leiðin beint á Hvolsvöll þar sem við reynum Lesa meira →

Aðalfundur 2020 – 7. maí

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00,   í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Pössum 2 metra regluna, sleppum því að heilsast. Athugið breyttan fundartíma og breytta staðsetningu, en fundinum var frestað vegna Covid19. Lesa meira →

Skírteini komin í póst

Við höfum fengið fréttir af því að félagsmenn á landsbyggðinni séu farnir að fá meðlimakort frá okkur með póstinum. Með kortinu í ár fylgir einnig penni merktur Volvoklúbbi Íslands og fréttabréf félagsins. Félagar á höfuðborgarsvæðinu ættu að fá sendingu á allra næstu dögum. Við leggjum mikinn metnað í að gefa út þetta veglega skírteini og einnig fréttabréf og í ár Lesa meira →

Volvoklúbburinn á Instagram

Volvoklúbbur Íslands hefur opnað síðu á Instagram, undir slóðinni https://www.instagram.com/volvoklubbur/ . Þarna munum við birta myndir af viðburðum síðustu ára og komandi viðburðum sumarsins. Endilega fylgið okkur á Instagram og hjálpið okkur að stækka samfélagið þar. Við munum bæta við nýjum og gömlum myndum næstu daga og vikur á síðunni.

Volvo talning í samkomubanni

Nú á meðan samkomubanni stendur eru margar fjölskyldur að ganga um hverfin og telja bangsana í gluggunum sem fólk hefur sett út, en það er mjög vinsælt þessa dagana og góð útivera. Við mælum með því að félagar telji volvobílana í sínu hverfi, taki myndir og deili með okkur. Það má fylgja með póstnúmerið þar sem myndirnar eru teknar. Látum Lesa meira →

Aðalfundur 2020

Þessum viðburði hefur verið frestað. Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2020, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6. Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Vonumst til að sjá sem flesta. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á facebook. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og ritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að ársgjaldi 2021 Lagabreytingar Önnur Lesa meira →

Íslendingur fann sænska kryppu í hlöðu

Íslendingurinn Guðjón Grétar Aðalsteinsson er búsettur í Svíþjóð (Skáni, Fjälkinge) og starfar þar sem smiður, rekur eigið fyrirtæki og lærir verkfræði í Háskóla. Þar til nýlega var hann ekki með bíladellu, en hann var á Elgs og villisvínaveiðum í Svíþjóð, nálægt Fagerhult í Smálöndum, í leit að næstu bráð. Hann var að gangi nærri skógi og fann þar hlöðu sem Lesa meira →

Volvo 142 í uppgerð

Birgir Örn Birgisson (f.1959) hefur nýlega fest kaup á hvítum Volvo 142 sem var áður í eigu Benedikts Gunnars Sigurðssonar, og síðar hjá syni hans. Benedikt kaupir bílinn nýjan um haustið 1970 og er bílinn 1971 módel, tveggja dyra og var keyptur í Velti á sínum tíma. Bílinn bar númerið X-1295. Sonur  Benedikts eignaðist síðar bílinn og var með hann Lesa meira →

Sænska sendiráðið á Íslandi selur Volvo XC60

Sænska sendiráðið á Íslandi óskar eftir tilboðum í Volvo XC60 D5 árgerð 2011. Um er að ræða lokað útboð og er lágmarksboð 2,3 milljónir. Bíllinn er með lítið tjón á sem er metið á 275.000 kr. Bílinn er aðeins ekinn 59.000 km. Nánari upplýsingar hjá Lars,  861 8822 eða 520 1230. Netfangl: lars.persson@gov.se Einnig eru frekari upplýsingar á bland.is.

Stórglæsilegur Volvo 264 á Íslandi

Við segjum nú frá einum einstökum og glæsilegum Volvo 264 GL árgerð 1982. Bíllinn var nýlega boðinn til sölu á Fésbókarsíðu Volvoklúbbsins á litlar 500 þúsund krónur. Aksturinn aðeins 59.000 km í upphafi árs 2020. Bílinn ber númerið G-1378. Bílinn virðist í algjörum sérflokki, leður á sætum og sjálfskiptur. Bílinn var sunnudagsbíll hjá fyrstu eigendum bílsins og sparlega farið með Lesa meira →