Volvo EX30 frumsýndur á Íslandi og fyrsta eintakið afhent

Volvo EX30 var frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Umboðið kallar bílinn rafmagnssportjeppan en bíllinn er glæsilegur að sjá og nettur. Á laugardaginn var hægt að líta við hjá Brimborg í kaffi og reynslukeyra bílnum. Á föstudaginn sl. var svo fyrsti Volvo EX30 afhentur hjá Brimborg, en það voru hjónin Páll Árni Jónsson og Ásdís Björgvinsdóttir sem tóku við honum. Upplýsingar: Lesa meira →

Norðurlands Volvo 740 til sölu

Sú var tíðin að Höfuðborgarbúar sóttust eftir að finna volvobíla sem áttu ættir að reykja Norður í land þar sem ekki var salt á götum. Enn auglýsa menn slíkt að bíll sé frá Norðurlandi, þar sem það eru ákveðin meðmæli miðað við saltgöturnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú er auglýstur glæsilegur Volvo 740 GLE á Bílasölur.is. Bíllinn er sagður vera árgerð 1984 Lesa meira →

Volvo 144 deluxe til sölu

Fyrir nokkrum dögum birtist einn glæsilegur fornbíll til sölu í volvosamfélaginu á fésbókinni. Bíllinn er Volvo 144 Deluxe árgerð 1973. Ásett verð er 500.000 kr. en núverandi eigandi eignaðist bílinn nýverið í skiptum fyrir annan bíl. Bíllinn er beinskiptur með m41 gírkassa og ekinn 186 þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda er ástand þokkalegt miðað við aldur. Með bílnum fylgja sumardekk Lesa meira →

Byrjun árs verkefnin

Fyrsti stjórnarfundur félagsins er afstaðinn. Kröfur hafa verið sendar í heimabankann og um 300 greiðslur hafa borist fyrir félagsgjaldinu 2024. Þökkum þeim kærlega sem eru tímanlega í að greiða, en það flýtir mikið fyrir skipulagningu og ákvörðunum fyrir rekstur félagsins. Minnum á þá sem eiga eftir að greiða að skoða það á næstu dögum ef möguleiki er á því. Framleiðsla Lesa meira →

94 Volvo vörubílar yfir 10 tonn seldust árið 2023 og jókst um 88% á milli ára

Nýliðið ár var stærsta ár í sögu Volvo vöru- og flutningabíla á Íslandi og seldust 94 nýir vörubílar yfir 10 tonn samanborið við 50 árið 2022 sem er 88% aukning. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn var Volvo FH16 enn eitt árið mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Volvo vörubílar voru Lesa meira →

Áramótapistill formanns

Volvoklúbbur Íslands hélt uppá 10 ára afmæli þann 12. nóvember síðastliðinn í húsakynnum Veltis við Hádegismóa. Var mjög góð mæting og fengum við mjög góða kynningu frá Ólafi Árnasyni um rafmagnsvörubíla, gröfur og önnur vinnutæki. Eftir þennan viðburð var mér hugsað um hversu félagsþörfin er rík í okkar eðli. Hugsaði hversu mikilvægt fyrir okkur flest að nærast af félagsskap af Lesa meira →

Frábærum áramótaakstri lokið

Við vorum rétt í þessu að ljúka við síðasta viðburð ársins á vegum  félagsins, áramótaakstrinum. Fórum skemmtilega leið í ár, úr Laugardalnum og upp í Grafarholt og strætóleiðina þar í gegn og strandleiðina í gegnum Grafarvog þar sem stoppað var hjá Orkunni. Mætingin var góð en 14 bílar mættu í Laugardalinn og bíll númer 15 kom til móts við okkur Lesa meira →

Gleðileg jól -Volvo Jól

Stjórn Volvoklúbbs Íslands sendir félagsmönnum kærar jólakveðjur og þakkir fyrir samskipti og samveru undanfarin ár. Síðasti viðburður ársins er á gamlársdag og eru nánari upplýsingar að finna á síðunni okkar. Stjórn félagsins vinnur nú að skipulagningu næsta árs og er verið að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir félagsmenn. Nýtt félagsár er að hefjast og munum við brátt senda út greiðsluseðla. Þökkum Lesa meira →

Volvo EX30 rafbíllinn kominn í sýningarsal Brimborgar

Fyrsti Volvo EX30 rafbíllinn er nú kominn inn í Volvo sýningarsal Brimborgar. Þriðji rafmagns Volvoinn og sá minnsti. Flott hönnun, mjög sparneytinn á rafmagn, framúrskarandi drægni og afkastamikil hraðhleðsla. Ódýrasta útgáfa bílsins kostar rétt undir 5.5 milljónum en með aldrifi og aukabúnaði fer bíllinn upp í tæplega 7.8 milljónir. Stórglæsilegur bíll sem vert er að skoða.

Hefðbundinn áramótaakstur 2023

Kæru félagar. Hittumst á síðasta degi ársins og kveðjum árið eins og við þekkjum best, með stuttum volvo akstri í góðra vina hópi. Árlegi áramóta akstur félagsins verður haldinn sunnudaginn 31. desember 2023. Mæting verður að vanda við Múlaveg við Skautasvell og Húsdýragarðinn í Laugardal, þar sem við höfum byrjað þennan akstur frá árinu 2017. Mæting kl. 13 og akstur Lesa meira →

Vel heppnaður afmælisviðburður félagsins

Við héldum í dag uppá 10 ára afmæli félagsins. Tæplega 40 manns mættu upp í Velti þar sem við fengum kynningu á rafmagnstrukkum Volvo og formaður opnaði viðburðinn með ávarpi. Góðar umræður voru í sal og að lokum voru frábærar veitingar í boði fyrir félagsmenn og velunnara. Eftir veitingar fengum við nánari kynningu og skoðun á rafmagnstrukkum sem voru inn Lesa meira →

10 ára afmælisviðburður fyrir félagsmenn

Minnum á afmælisviðburðinn á morgun, sunnudaginn 12. nóvember. Stjórn Volvoklúbbs Íslands ætlar að halda upp á 10 ára afmæli klúbbsins þann sunnudaginn 12. nóvember í húsnæði Veltis að Hádegismóum 8. Mæting er klukkan 14:00 og hefst dagskráin á kynningu á rafbílalínu Volvo Trucks, en starfsmaður Veltis flytur kynninguna. Að kynningu lokinni verður svo boðið upp á afmælisveitingar í boði klúbbsins. Lesa meira →

Volvo 740 GL 1991 beinskiptur

Andri Hlífarsson auglýsti þennan fallega Volvo 740 til sölu í byrjun ágúst. Bíllinn er árgerð 1991, kom á götuna 21.12.1990 og hefur væntanlega farið í einhvern jólapakkan það árið. Bíllinn er beinskiptur, en ekki margir þannig eru enn hér á landi af 740 bílunum. Aksturinn 190.000 km. Smá yfirborðsryð samkvæmt seljenda og smurbók frá upphafi. Snyrtilegur bíll með ljósri innréttingu. Lesa meira →

Volvo 240 GL 1987 B230K

Elvar Þór Sturluson auglýsti þennan gullitaða Volvo 240 GL til sölu í lok ágúst 2023. Bíllinn kom á götuna 25.9.1987 en er árgerð 1988. Vél B230K. Sjálfskiptur með brúnni innréttingu. Aksturinn er kominn í 312.000 km. Ryð og viðhald liggur fyrir, en þessi bíll hefur verið á götum Reykjavíkur undanfarin ár. Var auglýstur á 250 þús eða tilboð. Ýmsar viðgerðir Lesa meira →

Volvo 740 frá 1991 auglýstur til sölu

Þessi glæsilegi Volvo 740 GL árgerð 1991 var auglýstur til sölu í lok ágúst 2023. Bíllinn hefur verið í Laugarneshverfinu undanfarin ár og verið hverfinu mikil prýði. Bíllinn er vel með farinn og ekinn 225.000 km. Sjálfskiptur með gráum sætum. Vélin B200E. Bíllinn er skoðaður til 2025. Bíllinn kemur á götuna 26.4. 1991. Þessum bílum hefur farið ört fækkandi hér Lesa meira →

Einn glæsilegasti og kraftmesti Volvo 240 á landinu til sölu

Einn glæsilegasti og öflugasti Volvo 240 á landinu var nýlega auglýstur til sölu á 3,5 milljónir króna. Ekki oft sem maður sér slíkt verð á Volvo 240 bílum nú til dags. Bíllinn er nánast ryðlaus og mikið breyttur af síðasta eigenda. Vélin er 4.6l Modular Ford V8 álmótor, 32ventla, 4.75l stroker-kit frá MMR. Vortech V2 supercharger með water to air Lesa meira →

Flottur Volvo 850 kominn í fornbílaflokkinn

Þessi rauði Volvo 850 var auglýstur til sölu á ágústmánuði 2023 á samfélagsmiðlum. Árgerðin 1995 og því orðinn fornbíll og ágætis efni í slíkan bíl. Sjálfskiptur og ekinn 260 þúsund km. 2.0 lítra vél og leður í sætum. Tók sérstaklega eftir hversu flottur hann er inni með þessum rauðu mottum.

Glæsilegur Volvo 940 SE sendur á Samgönguminjasafnið í Stóragerði

Þessi glæsilegi Volvo 940SE var nýlega auglýstur til sölu og var óskað eftir tilboðum. Á endanum ákvað eigandinn bíllinn yrði bestur geymdur á Samgönguminjasafninu í Stóragerði. Áhugasamir geta því séð þennan stórkostlega bíl þar til sýnis í framtíðinni. Þetta voru sannkallaðir forstjórabílar þegar þeir komu hingað til landsins og er þessi sérlega velbúinn og hefur kostað sitt á sínumtíma. Einn Lesa meira →

Glæsilegur Volvo 144 árgerð 1973 til sölu

Nýlega birtist þessi stórglæsilegi og appelsínuguli  Volvo 144 Deluxe árgerð 1973 á nokkrum samfélagsmiðlum og auglýstur til sölu. Bíllinn er sagður allur orginal með sama eiganda í 40 ár og hefur verið geymdir inni í 45 ár. Einstakur bíll í upprunalegu ástandi og vonandi kemst þessi bíll í góðar hendur. Bílinn er ekinn 106 þúsund km. Beinskiptur og 90 hestöfl. Lesa meira →

Þegar konur völdu Volvo XC60 kvennabíl ársins

Það er yfirleitt ekki flókið að sannfæra konu um hvaða bíl skuli kaupa þegar fjölskyldan er annars vegar. Þær hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum hlutum bílsins. Hérna er skemmtileg frétt þegar kvenkyns bifreiðablaðamenn komu saman og völdu bíl ársins, árið 2009. Kynþokki bílsins skoraði t.d. lágt. Fréttin birtist upphaflega á volvocars.com, en hefur verið þýdd yfir á íslensku. Volvo XC60 Lesa meira →

Vill frúin gulan Volvo?

Volvo hefur í gegnum tíðina birst okkur í mörgum góðum litum. Gulur er einn þeirra, en þeir eru þó fágætir hér á götum. Frúin góða uppljóstraði því nýlega upp að það væri hennar draumur að eignast gulan bíl. Ritstjórinn hér fór því að hugsa málið og athuga hvað væri í boði. Sumir hafa hreinlega málað gamla bíla gula, aðrir greitt Lesa meira →

Góð mæting á grillviðburð í Guðmundarlundi

Í gær, 2. ágúst, héldum við seinni grillviðburð sumarsins þegar við tókum á leigu svæði í Guðmundarlundi fyrir félagsmenn til að hittast og borða pylsur og meðlæti. Rúmlega 30 manns mættu og margir tóku fjölskyldur með. Veður var frábært og heppnaðist grillið vel. Þetta er viðburður sem við höfum haldið frá árinu 2016, en með hléum þegar samkomutakmarkanir voru. Þetta Lesa meira →

Amazon 1966 til sölu á Íslandi

Glæsilegur Volvo Amazon er nú til sölu á Íslandi. Árgerðin er 1966. Bíllinn er með B20 vél og er sjálfskiptur, sem er nú ekki algengt í þessum bílum. Þessi vagn er uppgerður á Íslandi og er ásett verð 2.290 milljónir. Núverandi eigandi er Gíslína Einarsdóttir, áður, Ólafur Gíslason frá 2020. Eldri eigendur: Auðunn Jónasson frá 2016-2020. Skráður á Selfossi á Lesa meira →

Fleiri myndir úr grill viðburðinum

Birtum hérna fleiri myndir úr síðasta grilli sem var afar vel heppnað og vel sótt af félagsmönnum Volvoklúbbsins og fjölskyldum. Ekki oft sem veður er svona gott á viðburði sem er skipulagður fram í tímann. Þetta grillsvæði er einnig mjög miðsvæðis, en á frekar opnu svæði og óbókanlegt.

Fjölmenni á grill viðburði félagsins

Loksins náðum við að halda grill viðburð fyrir okkar traustu félagsmenn. Síðasta grill var haldið 2022 í Mosfellsbæ í eftirminnilegum viðburði en áður höfðum við grillað 2016-2019 í Guðmundarlundi og Gufunesbæ. Nú vorum við að á nýjum stað í Laugardalnum á glænýjum grillstað sem opnaði nú í sumar rétt við Þróttaravöllinn. Það komu yfir 30 manns á þennan viðburð enda Lesa meira →

Volvo grill á fimmtudaginn á nýjum stað

Þá er loksins komið að Volvo grill viðburði fyrir félagsmenn. Þessi viðburður hefur fallið niður síðustu ár vegna samkomutakmarkanna og veðurs. Við ætlum að bjóða félögum okkar í grill, fimmtudaginn 6. júlí kl. 18:30, við nýtt grillsvæði í Laugardalnum í Reykjavík. Svæðið er fyrir aftan Þróttaravöllinn og er best að leggja við Laugardalshöllina og fara göngustíginn aftan við knattspyrnuvöll Þróttar. Lesa meira →

Frægur hönnunarstjóri Volvo cars látinn

Volvo cars hefur tilkynnt að Peter Horbury, sem var hönnunarstjóri hjá Volvo í rúman áratug, er látinn 73 ára að aldri. Peter Horbury var gríðarlega mikilvægur starfsmaður fyrir Volvo Cars. Í tvö tímabil sem hönnunarstjóri Volvo Cars, fyrst árin 1991 – 2001 og aftur árin 2010 – 2011, var Peter mikilvægur í sköpun og innleiðingu á nýju nútíma hönnunarmáli fyrirtækisins. Lesa meira →

Volvo C306 á Íslandi

Það er ekki á hverju ári sem hægt er að sjá Volvo C306 trukkinn hér á Íslandi. En nú er einn slíkur til sölu á Bland.is. Þessi bíll er með drif á sex öxlum og framleiddur á árinu 1978. Bíllinn er beinskiptur og ekinn aðeins 13 þúsund kílómetra. Bíllinn er sagður hafa verið sjúkrabíll hjá sænska hernum. Bílarnir voru framleiddir Lesa meira →

Framleiðslumyndir af Volvo C40 í Belgíu

Volvo C40 Recharge bíllinn fór í framleiðslu um haustið 2021 í Ghent í Belgíu. Bíllinn er 100% rafbíll og er hægt að fá sem framdrifinn eða fjórhjóladrifinn hjá Brimborg á Íslandi. Framleiðslan hófst þann 7. október 2021, en C40 bíllinn var aðeins annar Volvo bíllinn sem kom sem 100% rafmagnsbíll. Verksmiðjan í Ghent, sem er ein sú stærast á vegum Lesa meira →