Grill í Grafarvogi – Gufunesbæ

Árlega Volvo-grillið verður haldið þriðjudaginn 16. júlí og er fyrir félagsmenn okkar. Við höfum bókað grillsvæðið í Gufunesbæ í Grafarvogi, en við vorum síðast þar fyrir 5 árum. Veðurspáin er ágæt, og er gert ráð fyrir þurru veðri. Mæting kl. 18:00, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti. Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, Lesa meira →

Volvo árekstrarprófun á EX90 og EX30 – myndband!

Áður en Volvo setti EX90 á markaðinn, lagði sænski bílaframleiðandinn (þegar þekktur sem brautryðjandi í öryggismálum) ítrekað áherslu á hversu mikla vinnu hann hefði lagt í að hækka öryggið í nýjum rafjeppa sínum. Fyrirtækið gerði slíkt hið sama þegar EX30 var settur á markaðinn. Til að sanna öryggi EX30, þá framkvæmdi árekstrarprófunarstofa Volvo hliðaráreksturspróf þar sem stærsti bíllinn, EX90, keyrði Lesa meira →

Fleiri myndir frá Safnaferðinni um Suðurland

Við höfum bætt við fleiri myndum af okkar frábæru safnaferð um Suðurland sem farin var laugardaginn 18. maí. Eknir voru rúmlega 300 kílómetra leið fyrir þessa ferð en það stoppaði ekki félagsmenn og var mæting mjög fín. Við vorum að auki heppin með veður þessa Hvítasunnuhelgi svo útsýnið á leiðin var frábært, vel sást til Vestmannaeyja og einnig í jöklana Lesa meira →

Volvo 300 serían

Þegar þú hugsar um klassíska bíla frá Volvo, hvaða gerðir koma upp í hugann? Sennilega Amazon,  P1800 ES og 240, 740 eða 960. Volvo 300 serían, sem var framleidd í Hollandi á árunum 1976 til 1991 gleymist oft. Þar sem það var þegar til 100 sería og frá 1974 einnig 200 sería, valdi Volvo næstu hundraða röðina fyrir nýju gerðina. Lesa meira →

Sænska Torslanda Volvoverksmiðjan 60 ára

Verksmiðja Volvo í Svíþjóð, Torslanda, er orðin 60 ára. Verksmiðjan var vígð árið 1964 af Gustav VI Adolf konungi. Meira en 9 milljónir Volvo bíla hafa verið framleiddur í verksmiðjunni, en hún er nú skilvirkari en nokkru sinni áður. Í dag getur verksmiðjan framleitt 290.000 bíla á einu ári eða um 60 bíla á klukkustund. Starfsmenn eru á þremur vöktum Lesa meira →

Afmælistímarit komið í póstdreifingu

Kæru félagar. Um leið og við sendum ykkur sumarkveðju þá gleður okkur að tilkynna að gjöf ársins 2024 er nú komin í dreifingu hjá póstinum. Á allra næstu dögum og eflaust í byrjun næstu viku munu okkar félagsmenn fá A4 umslag frá okkur. Um er að ræða afmælisritið sem stjórn félagsins hefur unnið að hörðum höndum síðustu mánuði. Við vorum Lesa meira →

Ertu með breytt heimilisfang?

Við skráningu í félagið búum við til sérstakan félagalista, og þaðan eru stofnaðar kröfur útfrá kennitölu. Við notum því heimilisfang við skráningu þegar við sendum út skírteini og gjafir félagsmanna. Það er því mikilvægt að senda okkur póst ef heimilisfang breytist hjá skráðum félaga. Erum ekki beintengdir við þjóðskrá og töluverð sjálfvirkni í stofnun krafna í heimabankanum. Endilega hafið samband, Lesa meira →

Góð mæting á frábæran viðburð í Brimborg

Volvoklúbbur Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði í dag, þegar forstjóri Brimborgar flutti áhugaverðan fyrirlestur fyrir félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbsins afhenti síðan félagsmönnum nýtt afmælisrit sem er nýkomið úr prentun. Glæsilegar veitingar voru í boði Brimborgar. Þetta var fyrsti vorviðburður félagsins eftir aðalfundinn. Við afhentum tæplega 40 blöð og fékk forstjóri Brimborgar fyrsta einktakið. Í næstu viku förum við með tímaritið í Lesa meira →

Viðburður á laugardaginn – forstjóri Brimborgar með fyrirlestur

Minnum á næsta viðburð félagsins. Í samstarfi við Brimborg þá fáum við fyrirlestur frá forstjóra Brimborgar, sem ber heitið “Af hverju hætti Volvo framleiðslu á dísilbílum?”. Umræður verða eftir fyrirlesturinn og einnig verður hægt að skoða nýja volvo bíla í salnum og reynslukeyra.  Húsið opnar kl. 11:00 og hefst fyrirlestur kl. 11:10. Eftir umræður afhendum við nýtt afmælistímarit Volvoklúbbs Íslands Lesa meira →

Félagi fallinn frá

Við minnumst góðs félaga sem féll nýlega frá eftir baráttu við erfið veikindi undanfarin ár. Félagi okkar, Símon S. Wiium, Mánatúni 15, lést 19. mars sl. og hefur útförin farið fram í kyrrþey.  Símon var félagsmaður frá stofnun Volvoklúbbsins og mætti iðulega meðan heilsan leyfði á viðburði félagsins, áramótaakstur og aðalfundi. Sendum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Volvoklúbbs Íslands.

Opið fyrir nýskráningar félagsmanna

Á hverju ári hönnum við nýtt félagsskírteini sem sent er svo til félagsmanna, vanalega á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrir marga er þetta mikil spenna að sjá hvaða litur kemur á skírteinið á hverju ári. Það er einfalt að skrá sig í félagið, það er gert hér á síðunni, félagsgjaldið aðeins 2500 kr. Við sendum svo kröfu í heimabankann fljótlega eftir Lesa meira →

Síðasti Volvo dísel bíllinn í sænsku verksmiðjunni

Í þessari viku rann upp söguleg stund í Torslanda Volvo verksmiðjunni í Svíþjóð. Eftir 45 ár, síðasti díselbíllinn, XC90, rúllaði af framleiðslulínunni, sannarlega söguleg stund. Þessari sögulegu stund var fagnað með því að stilla upp einum fyrsta dísel volvo bílnum, Volvo 244 og síðasta XC90 bílnum með dísel vél. Viðburðurinn markar mikil tímamót í 97 ára langri sögu fyrirtækisins. Með Lesa meira →

Aðalfundi lokið

Þá er aðalfundi félagsins í ár lokið. Mætingin fín, 16 manns skráðir á fundinn í ár. Hefðbundin aðalfundarstörf og einn nýr maður í varastjórn. Bjóðum hann innilega velkominn.  Léttar veitingar að vanda og góðar umræður. Sérstakur ferðafundur var í lok fundar þar sem rætt var um ferð til Svíþjóðar þar sem félagið skipuleggur viðburði í ágúst. Þökkum þeim sem komu Lesa meira →

Grammari dagsins á Instagram

Fyrir þá sem hafa áhuga á, þá heldur félagið úti Instagram reikningi og birtir þar daglega bíl dagsins, eða “Grammari dagsins”. Erum með tæplega 400 fylgjendur þar og höfum birt tæplega 1200 volvo myndir. Endilega kíkið á þessar myndir og fylgið okkur þarna. Einnig má senda okkur myndir til birtingar í skilaboðum þarna inni. https://www.instagram.com/volvoklubbur  

Félagsskírteini komin í dreifingu

Kæru félagsmenn. Félagsskírteini ársins 2024 fóru til Íslandspóst á miðvikudaginn sl. til dreifingar til félagsmanna. Meðfylgjandi var einnig fréttabréf ársins. Við ljóstrum ekki upp nánari upplýsingum um skírteinið sjálft, þar sem dreifing er enn í gangi og margir spenntir að sjá lit ársins. Við heyrðum á fimmtudaginn að dreifing var hafin á Norðurlandi en við reiknum með að eftir helgina Lesa meira →

Aðalfundur fimmtudaginn 21. mars kl. 18

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Eftir fundinn mun Ragnar formaður og aðalskipuleggjandi Gautaborgarferðar 2024 svara spurningum og kynna aðeins ferðina sem plönuð er í ágúst Lesa meira →

Skráning hafin í Volvo ferð til Gautaborgar þann 22.-23. ágúst

Skráning er hafin fyrir Volvo ferðina til Gautaborgar sem stjórn Volvoklúbbs Íslands er að skipuleggja. Búið er að skipuleggja nokkra viðburði dagana 22.-23. ágúst 2024 úti í Gautaborg í Svíþjóð. Þessi ferð er skipulögð fyrir félagsmenn Volvoklúbbs Íslands sem hafa greitt ársgjaldið fyrir 2024. Makar og börn félagsmanna eru velkomin. Drög að dagskrá verður send til þeirra sem staðfesta ferðina. Viðburðir Lesa meira →

Volvo EX30 frumsýndur á Íslandi og fyrsta eintakið afhent

Volvo EX30 var frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Umboðið kallar bílinn rafmagnssportjeppan en bíllinn er glæsilegur að sjá og nettur. Á laugardaginn var hægt að líta við hjá Brimborg í kaffi og reynslukeyra bílnum. Á föstudaginn sl. var svo fyrsti Volvo EX30 afhentur hjá Brimborg, en það voru hjónin Páll Árni Jónsson og Ásdís Björgvinsdóttir sem tóku við honum. Upplýsingar: Lesa meira →

Norðurlands Volvo 740 til sölu

Sú var tíðin að Höfuðborgarbúar sóttust eftir að finna volvobíla sem áttu ættir að reykja Norður í land þar sem ekki var salt á götum. Enn auglýsa menn slíkt að bíll sé frá Norðurlandi, þar sem það eru ákveðin meðmæli miðað við saltgöturnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú er auglýstur glæsilegur Volvo 740 GLE á Bílasölur.is. Bíllinn er sagður vera árgerð 1984 Lesa meira →

Volvo 144 deluxe til sölu

Fyrir nokkrum dögum birtist einn glæsilegur fornbíll til sölu í volvosamfélaginu á fésbókinni. Bíllinn er Volvo 144 Deluxe árgerð 1973. Ásett verð er 500.000 kr. en núverandi eigandi eignaðist bílinn nýverið í skiptum fyrir annan bíl. Bíllinn er beinskiptur með m41 gírkassa og ekinn 186 þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda er ástand þokkalegt miðað við aldur. Með bílnum fylgja sumardekk Lesa meira →

Byrjun árs verkefnin

Fyrsti stjórnarfundur félagsins er afstaðinn. Kröfur hafa verið sendar í heimabankann og um 300 greiðslur hafa borist fyrir félagsgjaldinu 2024. Þökkum þeim kærlega sem eru tímanlega í að greiða, en það flýtir mikið fyrir skipulagningu og ákvörðunum fyrir rekstur félagsins. Minnum á þá sem eiga eftir að greiða að skoða það á næstu dögum ef möguleiki er á því. Framleiðsla Lesa meira →

94 Volvo vörubílar yfir 10 tonn seldust árið 2023 og jókst um 88% á milli ára

Nýliðið ár var stærsta ár í sögu Volvo vöru- og flutningabíla á Íslandi og seldust 94 nýir vörubílar yfir 10 tonn samanborið við 50 árið 2022 sem er 88% aukning. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn var Volvo FH16 enn eitt árið mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Volvo vörubílar voru Lesa meira →

Áramótapistill formanns

Volvoklúbbur Íslands hélt uppá 10 ára afmæli þann 12. nóvember síðastliðinn í húsakynnum Veltis við Hádegismóa. Var mjög góð mæting og fengum við mjög góða kynningu frá Ólafi Árnasyni um rafmagnsvörubíla, gröfur og önnur vinnutæki. Eftir þennan viðburð var mér hugsað um hversu félagsþörfin er rík í okkar eðli. Hugsaði hversu mikilvægt fyrir okkur flest að nærast af félagsskap af Lesa meira →

Frábærum áramótaakstri lokið

Við vorum rétt í þessu að ljúka við síðasta viðburð ársins á vegum  félagsins, áramótaakstrinum. Fórum skemmtilega leið í ár, úr Laugardalnum og upp í Grafarholt og strætóleiðina þar í gegn og strandleiðina í gegnum Grafarvog þar sem stoppað var hjá Orkunni. Mætingin var góð en 14 bílar mættu í Laugardalinn og bíll númer 15 kom til móts við okkur Lesa meira →

Gleðileg jól -Volvo Jól

Stjórn Volvoklúbbs Íslands sendir félagsmönnum kærar jólakveðjur og þakkir fyrir samskipti og samveru undanfarin ár. Síðasti viðburður ársins er á gamlársdag og eru nánari upplýsingar að finna á síðunni okkar. Stjórn félagsins vinnur nú að skipulagningu næsta árs og er verið að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir félagsmenn. Nýtt félagsár er að hefjast og munum við brátt senda út greiðsluseðla. Þökkum Lesa meira →

Volvo EX30 rafbíllinn kominn í sýningarsal Brimborgar

Fyrsti Volvo EX30 rafbíllinn er nú kominn inn í Volvo sýningarsal Brimborgar. Þriðji rafmagns Volvoinn og sá minnsti. Flott hönnun, mjög sparneytinn á rafmagn, framúrskarandi drægni og afkastamikil hraðhleðsla. Ódýrasta útgáfa bílsins kostar rétt undir 5.5 milljónum en með aldrifi og aukabúnaði fer bíllinn upp í tæplega 7.8 milljónir. Stórglæsilegur bíll sem vert er að skoða.

Hefðbundinn áramótaakstur 2023

Kæru félagar. Hittumst á síðasta degi ársins og kveðjum árið eins og við þekkjum best, með stuttum volvo akstri í góðra vina hópi. Árlegi áramóta akstur félagsins verður haldinn sunnudaginn 31. desember 2023. Mæting verður að vanda við Múlaveg við Skautasvell og Húsdýragarðinn í Laugardal, þar sem við höfum byrjað þennan akstur frá árinu 2017. Mæting kl. 13 og akstur Lesa meira →

Vel heppnaður afmælisviðburður félagsins

Við héldum í dag uppá 10 ára afmæli félagsins. Tæplega 40 manns mættu upp í Velti þar sem við fengum kynningu á rafmagnstrukkum Volvo og formaður opnaði viðburðinn með ávarpi. Góðar umræður voru í sal og að lokum voru frábærar veitingar í boði fyrir félagsmenn og velunnara. Eftir veitingar fengum við nánari kynningu og skoðun á rafmagnstrukkum sem voru inn Lesa meira →

10 ára afmælisviðburður fyrir félagsmenn

Minnum á afmælisviðburðinn á morgun, sunnudaginn 12. nóvember. Stjórn Volvoklúbbs Íslands ætlar að halda upp á 10 ára afmæli klúbbsins þann sunnudaginn 12. nóvember í húsnæði Veltis að Hádegismóum 8. Mæting er klukkan 14:00 og hefst dagskráin á kynningu á rafbílalínu Volvo Trucks, en starfsmaður Veltis flytur kynninguna. Að kynningu lokinni verður svo boðið upp á afmælisveitingar í boði klúbbsins. Lesa meira →