Þessi græni Volvo 244 kemur úr Barðastrandasýslu og er árgerð 1978. Eigandinn var Kristinn Fjeldsted og keypti hann bílinn nýjann á sínum tíma. Sagt er að bíllinn hafi verið mjög notadrjúgur og hafi flutt meðal annars rollur, póst og farþega. Bíllinn ber þetta skemmtilega númer, B70. Þetta er mánudagsmyndin.