Bílaklúbbarnir hittast í keilu

Keilumótið Kíkt í skúrinn verður í Keiluhöllinni Egilshöll 1. september næstkomandi kl. 19:00. Volvoklúbburinn sendir lið og eru áhugasamir félagsmenn beðnir um að gefa kosta sér í keilu eða stuðningslið. Þeir sem eru mjög góðir í keilu eru sérstaklega hvattir til að gefa sig fram með því að senda okkur póst á postur(hja)volvoklubbur.is.

Fjögurra manna lið frá hverjum klúbbi spila fyrir sinn klúbb. Stigahæsti klúbburinn fær bikar til eignar frá Kíkt í skúrinn.

Kíkt í skúrinn verður á staðnum og mun kynna seríu 2 sem verður sýnd fram að áramótum.  Þetta kvöld verður auðvitað myndað af Kíkt í skúrinn og verður sýnt frá kvöldinu í þættinum, stemningin mynduð og rætt við menn á staðnum.

Ekki er farið fram á að meðlimir klúbbanna komi á glæsibílum eða hjólum sínum frekar en þeir vilja en það væri glæsilegt að sjá þetta stóra bílaplan fullt af bílum og hjólum.

Ekki eru fríar veitingar, hver og einn sér um sig sjálfur og greiðir fyrir það.

Keiluhöllin verður með tilboð af matseðli sem og gosi, kaffi og almennum drykkjum.

Um þáttinn Kíkt í skúrinn.

Comments are closed.