Okkur er ánægja að kynna að Bílhúsið, Smiðjuvegi 60(Rauð gata) í Kópavogi mun veita félagsmönnum Volvoklúbbs Íslands 10% afslátt af vinnu með því að sýna félagsskírteini og taka fram í upphafi pöntunar. Bílhúsið sérhæfir sig í viðgerðum á Volvo.
Sú vinna sem fer fram í Bílhúsinu er:
Allar almennar viðgerðir, véla- og hjólastillingar ,Tímareimarskipti, bremsuviðgerðir, Smurþjónusta,Þjónustuskoðun og Tölvulestur.
Heimasíða Bílhússins er www.bilhusid.is