Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hópakstri á sunnudaginn. Þetta verður fimmta árið í röð sem við stýrum Volvolest að Kaffi Eldstó á Hvolsvelli og hafa fyrri ferðir þótt heppnast mjög vel. Þessi viðburður er opinn öllum, engin krafa um að mæta á Volvo en áhugi á Volvobifreiðum er kostur. Brottför verður kl.11:00 frá Shell Vesturlandsvegi.
Frétt um ferðina í fyrra – http://volvoklubbur.is/arlegur-hvolsvallarruntur-volvoklubbs-islands/
Nánar um viðburðinn á Facebook – https://www.facebook.com/events/2054489878123136/