Breytingar í stjórn félagsins

Við héldum aðalfund félagsins í síðustu viku og voru nokkrar breytingar á stjórn félagsins í kjölfar kosninga. Guðjón Davíðsson og Davíð Sigvaldason komu inn í aðalstjórn en Guðjón hafði áður verið varamaður. Oddur og Hafsteinn fór úr aðalstjórn og í varastjórn. Kjartan Guðjónsson gaf ekki kost á sér til varamanns.

Ársreikningur og skýrsla stjórnar var lesin upp og samþykkt. Aldrei hafa fleiri félagsmenn verið í klúbbinum og hafa því tekjur félagsins aukist.

Við vonumst til að geta haldið nokkra viðburði í sumar, en allt verður það háð samkomutakmörkunum hverju sinni. Við munum auglýsa næstu viðburði vel á síðunni.

Minnum á að allar fundargerðir stjórnar má finna hér á síðunni.

Nýja stjórn skipa þeir:

Ragnar Þór Reynisson

Guðjón Elías Davíðsson 

Ingólfur Hafsteinsson

Magnús Rúnar Magnússon

Davíð Arnar Sigvaldason 

Oddur Pétursson, Varamaður

Hafsteinn Ingi Gunnarsson, Varamaður

Comments are closed.