Brimborg 50 ár í bransanum

Árið 2014 er tímamótaár hjá Brimborg þar sem fyrirtækið fagnar 50 árum í bransanum.  Upphafið var bílaverkstæðið Ventill sem var stofnað árið 1964 af aðaleiganda Brimborgar. Á þessum 50 árum hefur félagið vaxið og dafnað og breyst í takt við tímann með áherslu á bætta þjónustu og hagræðingu til hagsbóta fyrir bíleigendur á Íslandi.

Það voru Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Helgason sem stofnuðu Brimborg árið 1977 og voru í upphafi með eina Daihatsu umboðið í Evrópu. Árið 1988 keypti Brimborg fyrirtækið Veltir hf. sem var með Volvoumboðið á Íslandi. Það sama ár voru aðaleigendur Brimborgar þeir, Jóhann og Sigtryggur kosnir menn ársins í viðskiptalífinu af Stöð 2 og Frjálsri Verslun. Árið 1995 tók Brimborg svo formlega við Ford og Citroen bílaumboðunum frá Globus hf.

Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, vörubíla- og vélaumboð, bílasölu, bílaleigu og víðtæka viðhalds- og viðgerðarþjónustu í hæsta gæðaflokki.  Í dag er Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar en hann er sonur Jóhanns sem stofnaði fyrirtækið í upphafi.

Comments are closed.