Brimborg frumsýnir nýjan V40 um helgina

Nýr Volvo V40 Cross Country verður frumsýndur í Brimborg laugardaginn 18. október milli kl. 12 og 16.

Volvo V40, sem kom fyrst á markað árið 2012, er bæði nútímalegur og svipmikill. Hann er útbúinn lúxusbúnaði sem er klæðskerasniðinn að skandinavískum áherslum.

Lúxusinn er stílhreinn, fágaður og hagnýtur. Volvo V40 Cross Country er áhugaverð og einstaklega vel heppnuð útfærsla af þessum vinsæla Volvo.

Volvo V40 Cross Country er 40 mm hærri en grunnútfærslan sem gerir innstig þægilegra sem og bílinn hentugri fyrir akstur utan borgarmarkanna.

Ýmsar útlitsbreytingar eru á V40 Cross Country. Stuðarinn að aftan og framan er með breyttu útliti og hönnun grillsins er einnig með breyttu sniði. Langbogar eru á þakinu og hliðarspeglarnir eru svartir að lit. Hjólbarðanir eru jafnframt stærri en í grunnútfærslunni.

Nánari upplýsingar hjá Brimborg.is

v40

Comments are closed.