Brimborg frumsýnir nýjan Volvo S60 R-Design

Fréttatilkynning frá Brimborg:

Næstkomandi laugardag mun Brimborg frumsýna nýjan Volvo S60 R-Design með glænýrri D4 Drive-E vél frá Volvo. Um er að ræða glæsilega lúxusbifreið í sérstakri R-Design sport útfærslu.

Samhliða Volvo S60 frumsýningunni verður ný vél frá Volvo frumsýnd. Vélin kallast D4 Drive-E og hefur gildi sem hafa ekki sést áður bæði hvað varðar óhemju mikið afl og lága eyðslu. Þessi samsetning er gríðarlega eftirsótt en hefur ekki verið fáanleg hingað til. Vélin er 181 hestafl og togið er 400 Nm. Með 8 þrepa sjálfskiptingu er hann 7,4 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er einungis 109 g/km og eyðslan aðeins 4,2 l/100 km í bönduðum akstri. Þetta er fyrsta vélin sem Volvo kynnir með 8 þrepa sjálfskiptingu og gildin eru hreint út sagt ótrúleg. Með 6 gíra beinskiptingu er hann aðeins 6,9 sekúndur frá 0-100 km/klst. CO2 losunin er einungis 99 g/km og eyðslan aðeins 3,8 l/100 km. Þetta eru tölur sem aðrir lúxusbílaframleiðendur geta ekki boðið í dag. Nýtt innspýtingarkerfi Volvo sem kallast i-ART spilar stóran þátt í því að Volvo hefur náð þessum árangri. Í stuttu máli má segja að galdurinn felist í því að inn í hverjum innsprautunarspíss er lítil tölva sem stýrir af mikilli nákvæmni þrýstingnum sem fer inn í brunahólfin. Með meiri þrýstingi og nákvæmari tímasetningu á eldsneytisinnsprautuninni næst fram mun betri nýting á eldsneytinu sem aftur þýðir minni eyðsla og meira afl.

Eins og áður sagði kemur Volvo S60 í sérstakri sport útfærslu sem heitir R-Design. Útlitið er sérstaklega kraftmikið og rennilegt. Bíllinn hefur meðal annars breiðari framstuðara, sérstakan vindkljúf neðan á afturstuðara og sverari púststúta. Hliðarspeglar, gluggarammar og grill eru með mattri satínáferð. Bíllinn er jafnframt með sérstakri sportfjöðrun og kemur á 18“ álfelgum. Að innan er hann búinn sportinnréttingu, R-Design sportsætum, High Performance hljómtækum, leðurklæddu stýri með álrönd og R-Design merki, TFT digital mælaborði með bláum skífum, pedölum úr áli, sérstöku álklæddu stjórnborði og hurðarhlífum.

Til viðbótar við sérstakt R-Design sportútlit og nýja vél þá er Volvo S60 hlaðinn nýjustu tækni og þróaðasta öryggisbúnaði sem völ er á. Hann býr meðal annars yfir þróaðri stöðugleikastýringu sem leyfir sportlegri akstur og sérstakri beygjuspólvörn sem gerir bílnum kleift að taka beygjur hraðar, með meiri mýkt og öruggar en áður. Corner Traction Control kallast þessi nýja viðbót við stöðugleikastýringuna sem gerir allan beygjuakstur sérlega þægilegan og öruggan. Í kröppum beygjum er hemlun sett á innra hjólið en jafnframt aflið aukið á ytra hjólið á sama tíma. Við það verður hægt að taka beygjuna á meiri hraða og af meira öryggi en áður.

Líkt og í öðrum Volvo bifreiðum er mikill öryggisbúnaður. Sex öryggispúðar tryggja að öryggi ökumanns og farþega er eins og best verður á kosið. Styrktarbitar úr hástyrktarstáli eru í hurðum og ISO-fix barnabílstólafestingar eru til staðar í aftursætum. DSTC stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS hemlakerfi, nálægðarskynjari í afturstuðara, brekkubremsa (Hill Descent Control), háls og bakhnykksvörn í framsætum er einnig staðalbúnaður ásamt margverðlaunaða City Safety öryggiskerfinu. City Safety er í raun sjálfvirk bremsa. Tilgangur kerfisins er að koma í veg fyrir ákeyrslur í umferð að allt að 50 km hraða. Kerfið fylgist með fjarlægð milli bílsins og næsta bíls (eða hindrun) fyrir framan og nauðhemlar ef ökumaður bregst ekki við mögulegri ákeyrslu.

Volvo S60 D4 Drive- E er einnig fáanlegur í Momentum og Summum útfærslum.

Verðið er hagstætt:

Volvo S60 D4 Drive-E 181 hö

Beinskiptur frá 5.990.000 kr.

Sjálfskiptur frá 6.690.000 kr.

Nýja D4 Drive-E vélin er einnig fáanleg í Volvo V60, Volvo S80 og Volvo V70.

 

Frumsýning á laugardag í Brimborg, Bíldshöfða 6.:

Sjón er sögu ríkari. Við hvetjum áhugasama til að koma í heimsókn á laugardaginn milli kl. 12-16. Reynsluakstur er að sjálfsögðu í boði.

VCC07328 VCC07327

 

Áhugaverðir tenglar:

Lestu þér nánar til um nýjan Volvo S60

Skoðaðu myndband um i-ART innspýtingarkerfið

Nánar um nýju Volvo D4 Drive-E vélina

Comments are closed.